Haustdagur grunnskóla Akureyrarbæjar, Dalvíkurskóla og Valsárskóla

Föstudaginn 12. ágúst kom saman starfsfólk og stjórnendur úr grunnskólum Akureyrarbæjar, Dalvíkurskóla og Valsárskóla á árlegum starfsþróunardegi grunnskólanna sem haldinn var í Háskólanum á Akureyri. Dagurinn er samstarfSverkefni Miðstöðvar skólaþróunar og skólanna. 

Sigríður Indriðadóttir byrjaði daginn með áhugaverðu erindi um mikilvægi þess að skapa öfluga liðsheild og jákvæða vinnustaðamenningu í skólum. Frábært innlegg frá Sigríði inn í skólaárið. Að því loknu var boðið upp á fjölbreytt starfsþróunarnámskeið, þar sem m.a. var hægt var að fræðast um hinseginleikann, flóttabörn, börn með fjölbreyttan tungumálabakgrunn, náttúrufræði- og stærðfræðikennslu, svefn og heilsu barna og unglinga, samþættingu námsgreina, menntun til sjálfbærni, leiðsagnarnám, núvitund, tölvuleiki og sýndarveruleika og samskipti í nemendahópum.