Haustið er uppáhaldstíminn okkar á Miðstöðinni!

Haustið markar tímamót – nýtt skólaár hefst og við leggjumst í ferðalög um landið, heimsækjum skóla, höldum námskeið og tökum þátt í spennandi þróunarstarfi með frábæru fólki.

Í haust höfum við m.a. heimsótt Blönduós, Borgarnes, Dalvík, Hafnarfjörð, Hvalfjarðarsveit, Hörgársveit, Húsavík, Reyðarfjörð, Reykjavík, Selfoss og Þingeyjarsveit – auk þess sem við vinnum með leik-, grunn- og framhaldsskólum hér heima á Akureyri.

Hvarvetna höfum við fengið hlýjar móttökur og finnum fyrir gleði, fagmennsku og metnaði í skólasamfélögum landsins.