Krakkaspjall - námskeið á vef

Krakkaspjall

Krakkaspjall er hagnýtt samskipta- og samræðuverkefni ætlað nemendum á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Verkefnið var þróað á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri í samstarfi við nemendahópa og kennara.

Verkefnið samanstendur af 10 samskipta- og samræðufundum og er hver fundur 40 -60 mínútna langur. Á fundunum hittist krakkahópur og samræðustjóri og taka þátt í fjölbreyttum samskipta- og samræðuverkefnum, sem taka mið af því að rækta styrkleika nemenda og efla félagsfærni.

Meginmarkmið Krakkaspjalls er að þátttakendur þjálfast í og læri að taka þátt í samræðum og byggi undir hæfni sem nýtist þeim í daglegum samskiptum.

Einn samræðufundur er helgaður hópeflisleikjum og níu samræðufundir fela í sér:

  • Viðfangsefni/lykilspurningu
  • Spjall um viðfangsefni
  • Leik og/eða verkefnavinnu
  • Samantekt

Krakkarnir setja sér markmið á fundunum og vinna að því markmiði á milli funda.

Sett eru samræðuviðmið með krökkunum. Viðmiðin hafa það hlutverk að efla gæði samræðnanna og samskiptanna.

Verkefnið fellur vel að lykilhæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.

Um námskeiðið

Fyrri hluti námskeiðsins:

Námskeiðið er á sveigjanlegu formi sem þýðir að þátttakendur fá aðgang að kennsluumhverfinu canvas þar sem námskeiðið er hýst. Þar hafa þátttakendur viku til þess að hlusta á fyrirlestra námskeiðsins og unnið verkefnin, þeir geta hlustað á fyrirlestrana/unnið verkefnin þegar þeim hentar í þessa einu viku. Canvas kennsluumhverfið opnast 24. febrúar

Að viku liðinni þá hittast þátttakendur í rauntíma á zoom fundi með ráðgjafa MSHA miðvikudaginn 3. mars frá kl. 14-16 þar sem farið verður yfir umræðufundina sem þátttakendur nýta síðan með nemendahópum.

Þátttakendur vinna með verkfæri námskeiðsins (10 umræðufundir) hver í sínum skóla eftir fyrri hluta námskeiðsins.


Milli námskeiðshluta:
Notast verður við zoom fyrir ráðgjafafund eftir að þátttakendur er búnir að halda 3-4 fundi með nemendahópum. Ráðgjafafundurinn er í rauntíma og er maður á mann.


Seinni hluti námskeiðsins:
Seinni námskeiðsdagur er eins uppbyggður og fyrri námskeiðsdagur, þ.e. þátttakendur hlusta á fyrirlestra á canvas og þeir hafa viku til þess að hlusta á fyrirlestrana. Að viku lokinni þá hittast þátttakendur ásamt ráðgjafa MSHA í rauntíma á zoom.

Canvas kennslukerfið opnast fyrir seinni hluta námskeiðsins 05. maí 2021 og zoom fundur í rauntíma með ráðgjafa MSHA verður miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 14-16.

Kostnaður er kr. 43.900.- per þátttakanda. Innifalið er námskeiðið, öll námskeiðsgögn og ráðgjöf á milli námskeiðshluta. Þátttakendur fá aðgang að öllu efni sem til þarf að halda fundi með nemendahópum.

 

Smelltu hér til að skrá þig.

 

Kennari: Sigríður Ingadóttir
Allar nánari upplýsingar - sigriduri@unak.is