Krefjandi, fræðandi og skemmtilegt námskeið í Prag

Þrjár starfskonur á miðstöð skólaþróunar HA þær Jenný, Ragnheiður Lilja og Þóra Rósa sækja um þessar mundir námskeiðið Leading educational change sem haldið er í Prag í Tékklandi. Námskeiðið er styrkt af menntaáætlun ESB sem styrkir m.a. evrópsk samstarfsverkefni skóla, endurmenntun kennara, starfsþjálfun kennaranema og námsefnisgerð. Á námskeiðinu eru ásamt þeim stöllum menntafrömuðir frá átta Evrópulöndum. Að sögn miðstöðvarkvenna er námskeiðið krefjandi, fræðandi og skemmtilegt.