Kynning á nýsköpunarverkefnum í opinberum rekstri

Í dag 3. nóvember fer fram kynning á nýsköpunarverkefnum í opinberum rekstri. Átján verkefni verða kynnt og þeirra á meðal kynnir Rósa Eggertsdóttir sérfræðingur á miðstöð skólaþróunar við HA verkefnið Byrjendalæsi. Byrjendalæsi hefur verið í þróun um nokkurn tíma og hefur notið vinsælda víða í skólum. Eins og nafnið ber með sér er Byrjendalæsi aðferð í læsiskennslu í fyrstu bekkjum grunnskólans og hefur aðferðin verið þróuð undir hatti samvirkra aðferða. Fjögur verkefni verða síðan valin til frekari viðurkenningar. Kynningin fer fram á Grand hótel í Reykjavík og hefst kl. 10.45.