Ljúffengar Lestrarvöfflur á Alþjóðadegi læsis

Alþjóðadagur læsis
Alþjóðadagur læsis

Ljúffengar Lestrarvöfflur á Alþjóðadegi læsis
sunnudaginn 8. september 
Þema: ungir – aldnir

Sunnudaginn 8. september verður Alþjóðadegi læsis fagnað um heim allan og er þetta í fimmta skipti sem Íslendingar taka þátt. Á Akureyri verður unnið með þemað ungir – aldnir og verður af því tilefni boðið upp á ljúffengar Lestrarvöfflur í Eymundsson og á Öldrunarheimilum Akureyrar frá klukkan 14 -16 og fylgir vöfflunum hvatning um að lesa saman, hvert fyrir annað, ræða og njóta. Lesefnið getur verið í formi bókar, tímarita, spjaldtölvu, myndasögu eða hljóðbókar. Allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Gestir Öldunarheimilanna eru hvattir til að lesa fyrir íbúa/heimilisfólk, lesa með þeim, hlusta hvert á annað, ræða um lesefni eða sökkva sér sjálfir niður í lesefni að eigin vali enda er húslestur gamall og góður siður sem vert er að viðhalda.

Opnuð verður heimasíðan http://www.unak.is/bokasafn/moya/page/dagur-laesis í tilefni af Alþjóðadegi læsis og verður þar að finna upplýsingar og hugmyndir í tengslum við daginn.

Að dagskránni standa miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Bókasafn Háskólans á Akureyri, Amtsbókasafnið og Akureyrarstofa í samvinnu við Eymundsson, Öldrunarheimili  Akureyrar og skóladeild Akureyrar.

Nánari upplýsingar um Alþjóðadag læsis 2013  veita
Ester Einarsdóttir, Öldrunarheimilum Akureyrar, estere@akureyri.is Sími 460-9206
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, miðstöð skólaþróunar við HA, ragnheidurlilja@unak.is Sími 866-4085