Málstofukall - Læsisráðstefnan Læsi fyrir lífið - skilningur, tjáning og miðlun

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða:
Ross Young starfsþróunarráðgjafi, rannsakandi og námsgagnahöfundur
Margrét Örnólfsdóttir rithöfundur og tónskáld
Kristín Ragna Gunnarsdóttir mynd- og rithöfundur og ritstjóri Risastórra smásagna

Ráðstefnan er ætluð kennurum á öllum skólastigum og sérstaklega horft til þess að viðfangsefni hafi hagnýtt gildi fyrir kennara. Auk aðalfyrirlestra verða bæði málstofuerindi og vinnustofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að læsi. Málstofuerindi verða 30 mínútur og þar gefst tækifæri til þess að segja frá rannsóknarniðurstöðum eða áhugaverðum verkefnum í skólum. Vinnustofur verða 60 mínútur og þar er gert ráð fyrir kynningu á aðferðum og verkfærum og að ráðstefnugestir fái tækifæri til að prófa.

Hér með auglýsum við eftir erindum á málstofur og efni fyrir vinnustofur frá leik-, grunn- framhalds- og háskólakennurum, náms- og kennsluráðgjöfum, skólastjórnendum og öðrum áhugasömum aðilum um efni ráðstefnunnar.

Einkum er leitað eftir:
➢ kynningu á árangursríkum þróunarverkefnum
➢ kynningu á nýlegum íslenskum og erlendum rannsóknum
➢ kynningu á árangursríkum leiðum, aðferðum og verkfærum
➢ umfjöllun um strauma og stefnur

Frestur til að senda inn lýsingu á erindi eða vinnustofu að hámarki 300 orð er til 13. júní 2022.

Hér er hægt að senda inn ágrip.


Svör um samþykki frá ráðstefnuteymi munu berast 20. júní.

Nánari upplýsingar veita Íris Hrönn Kristinsdóttir, 460-8592, netfang: iris@unak.is og
Guðbjörg R. Þórisdóttir, 514-7577, netfang: gudbjorg.r.thorisdottir@mms.is