Málþing um hæfnimiðað námsmat

Skráning fyrir þá sem ætla að sækja málþingið á Akureyri

Mennta- og menningarmálaráðuneyti mun í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands efna til málþings um nýtt námsmat, sem grundvallast á hæfni nemenda og er kynnt í nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Fjallað verður um námsmat í skólastarfi í víðum skilningi og tækifæri munu gefast til að miðla hugmyndum og reynslu milli skóla og skólastiga.

Málþingið verður haldið í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 30. ágúst, frá kl. 14.00-17.00.

Inngangserindi og kynningar verða sendar út samtímis á vef í gegnum  fjarfundabúnað og verða málstofur á Akureyri skipulagðar af miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.

Þeir sem ekki geta nýtt sér þennan tiltekna dag hafa möguleika á að sækja efni ráðstefnunnar á vefnum og hagnýta sér það þegar betur hentar.

Dagskrá:
Kl. 14.00-14.15 Setning: Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra

Kl. 14.15-15.30 Fræðsla og kveikjur
Námsmat í skólum-til hvers? Erna Pálsdóttir einn af höfundum þemaheftis um námsmat.

Lokamat í grunnskóla A, B, C og D. Björg Pétursdóttir deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Mat á lykilhæfni, er það bæði mögulegt og raunhæft? Jón Baldvin Hannesson skólastjóri Giljaskóla, erindi hans verður sent út frá Akureyri.

Breytingastjórnun „Til að breyta kerfinu þurfum við sjálf að breytast” Helgi Þór Ingason, dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

15.30-17.00 Kaffi og málstofur

Takið daginn frá og fjölmennið í Háskólann á Akureyri þann 30. ágúst kl 14-17.

Nánari upplýsingar gefur Jenný Gunnbjörnsdóttir sími 460 8565