Málþing um læsi

 

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri efnir til málþings um læsi laugardaginn 10. október 2015 á Akureyri. Markmið málþingsins er að skapa vettvang fyrir málefnalega umræðu um fjölbreyttar og árangursríkar aðferðir í læsiskennslu og matsaðferðir sem meta þá hæfni sem stefnt er að og aðalnámskrá kveður á um.

Á málþinginu verður lögð áhersla á að ræða alla þætti læsis sem mikilvægir eru taldir í námskrá, s.s. að nemendur sýni áhuga og virkni í læsi, hafi gott vald á tengslum stafs og hljóða, auk þess að ná góðum hraða og öryggi í lestri og ritun. Einnig verður lögð áhersla á að ræða aukna færni í lesskilningi, ályktunarhæfni og gagnrýninni hugsun og að tjá sig á skapandi hátt út frá lestri, hlustun, tali og ritun.

Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa á málefninu og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Dagskrá málþingsins.

Málþing um læsi
Stefna – þróun – mat

Laugardaginn 10. október 2015 kl. 13–17, í hátíðarsal Háskólans á Akureyri, Sólborg
Málþingsstjóri: Brynhildur Pétursdóttir alþingismaður

13.00–13.15    Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson

13.15–13.30    Ávarp rektors HA,  Eyjólfur Guðmundsson

13.30–13.50    Fram og aftur Hvítbókina. Hvernig náum við markmiðum hennar?

                        Gylfi Jón Gylfason sviðstjóri matssviðs Menntamálastofnunar

13.50–14.10    Hvað segir tölfræðin okkur og hvað segir hún okkur ekki?

Amalía Björnsdóttir dósent við Háskóla Íslands

14.10–14.15    Teygjur og frískt loft

14.15-14.35    Stefna og starf byggt á rannsóknum

Jón Torfi Jónasson prófessor við Háskóla Íslands

14.35–14.55    Bókaormar og písaeðlur – um lestraruppeldi í grunnskólum

Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri          

14.55–15.15    Að halda göngunni áfram: Nútíð og framtíð rannsókna og þróunarstarfs um læsi

við Háskólann á Akureyri

Rúnar Sigþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri

15.15–15.40    KAFFIHLÉ

15.40–16.45    Pallborð og umræður. Laufey Petrea Magnúsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur

stýrir umræðum

Þátttakendur í pallborði: Kristín Jóhannesdóttir Skólastjórafélagi Íslands, Kristín Helga Gunnarsdóttir Rithöfundasambandi Íslands, Arnór Guðmundsson Menntamálastofnun, Rúnar Sigþórsson prófessor og Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi á Akureyri

16.45–17.00    Samantekt og lokaorð

Málþingið er öllum opið og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 

 Upptaka af málþinginu 

http://upptaka.unak.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=6ffc8d47-68a0-4081-8cf3-8f35f6bc99db