Mentor og Byrjendalæsi

Byrjendalæsi, kennsluáætlanir og Mentor.

Jóhanna Reykjalín (johanna.reykjalin@djupivogur.is) - grunnskólakennari í Djúpavogsskóla

7. október frá klukkan 14:00-16:00 býður MSHA upp á vinnusmiðjuna Mentor og Byrjendalæsi í samstarfi við Jóhönnu Reykjalín leiðtoga í Djúpavogsskóla.

Í vinnustofunni fer Jóhanna yfir það hvernig kennarar í Djúpavogsskóla nota Mentor til að halda utan um Byrjendalæsiskennsluáætlanir, auka sýnileika fyrir foreldra og setja námsmat beint inn í hæfnikort nemenda.

Farið verður yfir gerð námslota, hvernig þær eru tengdar við hæfniviðmið aðalnámskrá, hvernig verkefni eru sett inn, kennsluáætlun færð inn í Mentor og framkvæmd námsmats sem færist beint í hæfnikort nemenda.

Einnig verður komið inn á hvernig afrita má lotur og nýta áfram á nýju skólaári.

Þessi vinnustofa hentar sérstaklega vel fyrir kennara í Mentor-skólum sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun Mentors í tengslum við Byrjendalæsi.