Mikill áhugi er á læsisráðstefnu MSHA

Um næstu helgi verður haldin ráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri. Ráðstefnan er að þessu sinni tileinkuð læsi og samskiptum til náms og hafa um 300 manns hafa skráð sig til þátttöku. Ráðstefnugestir verða hvattir til að láta raddir sínar sjást og heyrast á samfélagsmiðlunum um það sem vekur athygli þeirra á ráðstefnunni og muna að merkja umræðuna með #MSHAradstefna14.  

Opið er fyrir skráningar á vefsíðu MSHA.