Námstefna í Byrjendalæsi og ráðstefnan Læsi fyrir lífið - skilningur, tjáning og miðlun í Háskólanum á Akureyri haustið 2022

Námstefna í Byrjendalæsi og ráðstefnan Læsi fyrir lífið - skilningur, tjáning og miðlun

Námstefnurit 2022

Ráðstefnurit 2022


Námstefna í byrjendalæsi 2022

Námstefna í Byrjendalæsi verður haldin 9. september næstkomandi í tengslum við ráðstefnuna Læsi fyrir lífið, skilningur, tjáning og hlustun sem haldin verður 10. september. Báðir viðburðir verða í Háskólanum á Akureyri.

Námstefna í Byrjendalæsi er viðburður fyrir alla áhugasama um læsi og læsiskennslu á yngsta stigi grunnskólans. Námstefnan er haldin annað hvert ár og hana sækja kennarar sem kenna eftir aðferðum Byrjendalæsis auk annars áhugafólks um læsi og læsiskennslu.

Aðalfyrirlesarar á námstefnunni eru þau Ross Young, starfsþróunarráðgjafi, rannsakandi og námsgagnahöfundur og Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir, sérkennari í Síðuskóla. Ross mun fjalla um ritun og áhugahvöt í sínu erindi en Sigrún Helga um börn með fjölbreyttan tungumálabakgrunn og hvernig Byrjendalæsi styður við nám ÍSAT nemenda.

Auk aðalerinda verður boðið upp á málstofuerindi og vinnustofur þar sem viðfangsefnin eru fjölbreytt og lögð áhersla á hagnýta tengingu og hugmyndir sem kennarar geta nýtt sér inn í veturinn.

Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur og leikari lokar námstefnunni en hann mun deila með námstefnugestum vangaveltum sínum um lestur og læsi.


Aðalerindi

Ross Young, starfsþróunarráðgjafi, rannsakandi og námsgagnahöfundur mun fjalla um hvernig við sköpum samfélag rithöfunda í skólastofunni. Hann deilir með okkur dæmum úr skólastarfi og segir frá áhrifaríkum aðferðum sem kennarar geta nýtt sér til að styðja við og ýta undir framvindu nemenda í ritun, efla áhuga þeirra og ánægju við skrifin.  

Ross Young er einn af stofnendum ritunarsetursins Writing for Pleasure í Bretlandi. Hann er reyndur kennari, rannsakandi og námsefnishöfundur. Ross Young starfar nú sem ritunarráðgjafi og fyrirlesari. Hægt er að skoða vefsíðu ritunarsetursins hér: Writing for Pleasure. 

Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir, sérkennari í Síðuskóla á Akureyri mun fjalla um Byrjendalæsi og börn með fjölbreyttan tungumálabakgrunn. Byrjendalæsi byggir á fjórum grunnþáttum: lestri, hlustun, ritun og tali. Þessir þættir eru einnig afar mikilvægir í kennslu barna af erlendu bergi, og byggir ÍSAT kennsla að miklu leyti á þeim. Byrjendalæsi hentar þessum hópi nemenda því afar vel, í erindinu verður farið yfir hvaða áherslur og aðferðir gefa besta raun.

Námstefnan er opin öllum sem hafa áhuga á læsi barna á yngsta stigi grunnskólans. Horft er til þess að viðfangsefni námstefnunnar hafi hagnýtt gildi fyrir kennara. Auk aðalfyrirlestra verða bæði málstofuerindi og vinnustofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að læsi. Í málstofunum/vinnustofunum fjalla nokkrir af okkar allra bestu Byrjendalæsiskennurum og leiðtogum um Byrjendalæsi og lýðræði, kennsluáætlanir og Mentor, smáforrit og stöðvavinnu í Byrjendalæsi, samvinnu bekkjarkennara og skólasafns, samstarf umsjónarkennara og sérkennara og markvissa kennslu í fræðitextum svo eitthvað sé nefnt.

 


Ráðstefnan Læsi fyrir lífið - skilningur, tjáning og miðlun 


Ráðstefnan Læsi fyrir lífið, skilningur, tjáning og miðlun
verður haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 10. september næstkomandi á vegum Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Menntamálastofnunar. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og hefur hún verið vinsæll vettvangur fyrir áhugafólk um læsi. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að læsi og læsiskennslu og fjallað um málefnið frá út frá margvíslegum sjónarhornum. Efni ráðstefnunnar sniðið að læsi í leik-, grunn-, og framhaldsskóla.

Á ráðstefnunni verða þrjú aðalerindi. Þau flytja Kristín Ragna Gunnarsdóttir, mynd- og rithöfundur, hugmyndasmiður, kennari og ritstjóri Risastórra smásagna 2021-2022, Ross Young, starfsþróunarráðgjafi, rannsakandi og námsgagnahöfundur og Vilhjálmur Bragason, leikari, leikskáld og tónlistarmaður. Aðalerindin fjalla um mikilvægi þess að virkja sköpunarkraft og áhugahvöt nemenda og gefa þeim verkfæri til að tjá sig og miðla hugsunum sínum og skoðunum á árangursríkan hátt.

Auk aðalfyrirlestra verður boðið upp á málstofuerindi og vinnustofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að læsi og horft sérstaklega til þess að viðfangsefnin hafi hagnýtt gildi fyrir þátttakendur.


Aðalerindi

Aðalfyrirlesari er Ross Young starfsþróunarráðgjafi, rannsakandi, námsgagnahöfundur og stofnandi ritunarsetursins Writing for Pleasure í Bretlandi.

Í erindinu Writing for Pleasure byggir Ross Young á eigin rannsóknum og deilir með okkur 14 grundvallaratriðum sem liggja að baki gæða ritunarkennslu. Hann mun einnig fjalla um hvernig kennarar geta nýtt tengsl lesturs og ritunar til að kenna nemendum ritun á skilvirkan hátt og efla færni þeirra í ritlistinni samhliða því að vekja áhuga þeirra á viðfangsefninu.

Ross Young er einn af stofnendum ritunarsetursins Writing for Pleasure í Bretlandi. Hann er reyndur kennari og rannsakandi, hefur búið til námsefni sem styður við ritun og starfar nú sem ritunarráðgjafi og fyrirlesari. Hægt er að skoða vefsíðu ritunarsetursins hér: Writing for Pleasure.

Vilhjálmur B. Bragason, leikari, skáld, skemmtikraftur og tónlistarmaður fjallar um tjáningu og miðlun á ýmsu formi. Vilhjálmur hefur kennt börnum að skrifa handrit í leikritunarsmiðjum sem haldnar hafa verið í tengslum við Söguverkefni KrakkaRÚV. Í erindinu fjallar Vilhjálmur um þá list að kenna börnum að tjá sig og fá þau til að virkja sköpunarkraftinn.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir, mynd- og rithöfundur, hugmyndasmiður, kennari og ritstjóri Risastórra smásagna 2021-2022 fjallar um hvernig auka má áhuga barna á lestri með því að fá þau til að skrifa og teikna sögur sjálf. Kristín Ragna var ritstjóri Risastórra smásagna árið 2021 og 2022, en það er rafbók sem Menntamálastofnun gefur út í samstarfi við Sögur – Verðlaunahátíð barnanna. Í bókinni eru smásögur eftir 20 börn sem voru valdar úr innsendum sögum. Kristín Ragna mun segja frá ritstjórnarstarfinu og gefa góð ráð í sambandi við sagnagerð barna.

Kristín Ragna hefur í tvígang fengið Vorvindaviðurkenningu IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar. 

Ráðstefnan er haldin í samstarfi Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Menntamálastofununnar.


Það má með sanni segja að dagskráin sé glæsileg og við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll í Háskólanum á Akureyri!