Við erum stolt af því að taka þátt í öflugu samstarfi með leik- og grunnskólum á Húsavík. Í samstarfi við Grænuvelli og Borgarhólsskóla höfum við opnað nýja vefsíðu fyrir þróunarverkefnið Lítil skref á leið til læsis.
Verkefnið snýst um að byggja brú milli skólastiga og styðja við læsisnám barna frá leikskóla yfir í grunnskóla. Þema verkefnisins er læsi og er það rauði þráðurinn í öllu þróunarstarfinu. Í verkefninu er einnig lögð áhersla á að efla tengsl heimila og skóla og styðja fjölskyldur í að taka virkan þátt í læsisnámi barna.
Á vefsíðunni má finna upplýsingar um verkefnið og skemmtilegar myndir úr starfi skólanna.
👉 Sjá vefsvæði verkefnisins [HÉR].