Nýr forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar HA

Laufey Petrea Magnúsdóttir hefur verið ráðin nýr forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Laufey Petrea er með MA-próf í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntunarstofnana, hún er með viðbótarnám á bakkalárstigi í félagsfræði og heimspeki menntunar, próf í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda og BA-próf í uppeldis- og menntunarfræði. 

Laufey Petrea hefur starfað sem verkefnastjóri stefnumótunar og skólanámskrárgerðar við Verkmenntaskólann á Akureyri, skólameistari við Framhaldsskólann á Húsavík, forstöðumaður kennslusviðs Háskólans á Akureyri, aðjúnkt við kennaradeild Háskólans á Akureyri, aðstoðarskólameistari við Menntaskólann á Akureyri, áfangastjóri og kennslustjóri við Menntaskólann á Akureyri, kennari og deildarstjóri við Menntaskólann á Akureyri og námsráðgjafi við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Starfsfólk MSHA býður Laufeyju Petreu velkomna til starfa.