Opinn fyrirlestur um lestrarnám og læsi

Opinn fyrirlestur um lestrarnám og læsi

„We were never born to read: The Story and Science of the Reading Brain“

Í Norðurljósasal Hörpu 27. ágúst 2014 kl. 1317

Bandarískur sérfræðingur um taugafræðilegar forsendur lesturs, dr. Maryanne Wolf, prófessor við Tufts University í Boston og forstöðumaður lestrar- og tungumálarannsóknarstöðvar innan sama háskóla, flytur opinn fyrirlestur í Norðurljósasal Hörpu 27. ágúst 2014 kl. 13–17.

Fyrirlesturinn er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Samband íslenskra sveitarfélaga. Aðgangur er ókeypis.

Í upphafi dagskrárinnar gerir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, grein fyrir áherslum ráðuneytisins á lestrarnám og læsi sem fram koma í Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis um umbætur í menntun.

Dr. Wolf mun skipta fyrirlestri sínum, „We were never born to read: The Story and Science of the Reading Brain“, í tvo hluta og gefst fundargestum tækifæri til umræðna og spurninga bæði fyrir og eftir kaffihlé. Í kaffihléi verður hægt að kynna sér efni sem háskólarnir hafa tekið saman um lestrarmál og einnig námsefni í lestri frá Námsgagnastofnun.

Fyrirlestur dr. Wolf verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á vef ráðuneytisins. Þar verður einnig hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá fyrirlestrinum.

Boðsbréf á fyrirlestur dr. Maryanne Wolf

Frekari upplýsingar og skráning á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis