Osmo frá Norðurorku

Norðurorka hf. veitti styrki til samfélagsverkefna 7. janúar sl. Veittir voru 94 styrkir og fékk Hólmfríður Árnadóttir sérfræðingur við MSHA styrk til að kaupa fjögur Osmo tæki. Tækin er hægt að tengja við Ipad og það gefur kost á fjölbreyttum og nýstárlegum námsmöguleikum. Fyrirhugað er að hóa saman kennurum í samræðusmiðju til þess að prófa tækin, læra saman og skoða hvernig þau geta stutt við nám. Kærar þakkir fyrir stuðninginn Norðurorka hf.