Osmo leikirnir

 

Osmo er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir Ipad. Það sem gerir Osmo leikina sérstaka er að í þeim er leikið með áþreifanlega hluti, notandinn handleikur púslukubba, tölu- og bókstafi, skriffæri og fleira til að hafa áhrif á það sem gerist á skjánum. Í leikjunum er m.a. hægt að púsla saman myndum úr formum, vinna með stafi, orð og tölur, þjálfa fínhreyfingar og rökhugsun, teikna, skapa og gera tilraunir.

OSMO er hannað fyrir börn á aldrinum frá 5-13 ára en bæði yngri og eldri einstaklingar geta haft gaman af að spreyta sig og eiga t.d. margir leikskólar Osmo. Smáforritin sem fylgja tækinu eru frí og þau er hægt að sækja á App Store. Auðvelt er að setja Osmo upp og byrja að nota leikina.

Í vinnustofunni verður stutt kynning á Osmo og svo fá þátttakendur tækifæri til að prófa Osmo leikina: Tangram, Words, Numbers, Newton, Masterpiece, Monster, Coding Jam, Coding Awbie, Coding Duo, Pizza Co., Dectective Agency.

Markmiðið með vinnustofunni er að kennarar fái yfirsýn yfir hvaða leiki Osmo býður upp og sjái hvaða möguleika tækið býður upp á í kennslu.

Vinnustofan verður haldin 8. október frá klukkan 14:15-16:15 í HA (stofa K203) og er þátttakendum að kostnarðarlausu.

Smelltu hér til að skrá þig.

Umsjónarmaður: Íris Hrönn Kristinsdóttir