Rafrænar Byrjendalæsissmiðjur í mars

Þá er komið að næstu smiðjum í Byrjendalæsi þær verða haldnar á veraldarvefnum.
Smiðja 1. 4 er miðvikudaginn 10. mars kl. 14:00 - 16:00 og smiðja 2.4 er fimmtudaginn 11. mars kl. 14:00 - 16:00. 

Allir Byrjendalæsiskennarar sem tóku þátt í BL1 og BL2 námskeiðum hjá okkur í haust sem og þeir sem lokið hafa BL1 og BL2 námskeiðum eru velkomnir á smiðjurnar.

Áður en kennarar koma á smiðjur horfa þeir á fyrirlestra á Moodle/Canvas með innleggi frá ráðgjöfum MSHA.
Við mælum með því að Byrjendalæsiskennarar í sama skóla horfi saman á myndböndin, þau eru góð upprifjun fyrir eldri Byrjendalæsiskennara sem hafa lokið námi.
 
Verkefnið er styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla. 

 
Dagskrá smiðju 1.4
 

Einstaklingsþarfir nemenda hvernig getum við komið til móts við þær 

Mikilvægi góðs samstarfs heimila og skóla (heimalestur) 

Skrift samræður um skrift og skriftarkennslu 

Dagskrá smiðju 2.4 

Samþætting læsis og annarra námsgreina í Byrjendalæsi 

Hvernig getum við stutt við nemendur og samvinnunám 

 
 

Smellið hér til að skrá ykkur