Rekstur miðstöðvar skólaþróunar HA

 

Miðstöð skólaþróunar er sjálfstætt starfandi eining innan hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Hún er rekin af sjálfsaflafé og fær ekki fé af fjárlögum. Hún hefur ekki hagnað að markmiði en til að fjármagna starfsemina innheimtir hún kostnaðarverð fyrir verkefni.

Ársreikningur miðstöðvar skólaþróunar er hluti af heildarársreikningi HA en ekki er gerður ársreikningur sérstaklega fyrir miðstöðina. Heildarársreikningar HA eru gefnir út árlega og birtir á vef háskólans.

Heildartekjur miðstöðvar skólaþróunar frá 2005–2014 voru um 40 milljónir á ári að jafnaði sem dreifist mismunandi yfir árin eftir umfangi þjónustu, alls um 401,5 milljónir króna yfir tímabilið.

Tekjur af innleiðingu, fræðsluefni, þróun, eftirfylgni og úrvinnslu úr mati á Byrjendalæsi í 83 skólum á árunum 2005–2014 voru um 84,5 milljónir, þar af um 9,5 milljónir árið 2014.

Birna María Svanbjörnsdóttir, forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar