Ritun og rafbækur

 

Á námskeiðinu verður fjallað um ritun og rafbókagerð. Þátttakendur læra hvernig hægt er að nota rafbækur til að efla ritun nemenda og koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Kennt verður á rafbófbókaforritið Book Creator og lagt upp með að þátttakendur í námskeiðinu fái nægan tíma til að æfa sig og læra á forritið. 

Book Creator er vandað forrit sem hægt er að nota til að búa til bækur á rafrænu formi. Bækurnar bjóða upp á fjölbreytta möguleika til sköpunar. Í þær er t.d. hægt að setja texta, teikningar, myndir, myndbönd og búa til teiknimyndasögur. Nemendur geta einnig lesið texta sem þeir semja inn á bækurnar eða sagt frá efni þeirra sem hentar vel fyrir þá nemendur sem eiga erfitt með að tjá sig skriflega.  

Kostir Book Creator eru margir:

  • Book Creator hentar fyrir öll skólastig frá leikskóla upp í háskóla. 
  • Virkar bæði Apple og Android spjaldtölvum og er einnig til í vefútgáfu. 
  • Frábært verkfæri í verkefnavinnu með nemendum, sem skráningartæki fyrir kennara, til að miðla upplýsingum til foreldra og gera starfið í skólanum sýnilegt. 
  • Hentar vel í getubreiðum nemendahóp. 
  • Rafbækurnar er hægt að vista á margvíslegu formi og deila með öðrum. 
  • Einfalt að læra á forritið og nota það.

Námskeiðið verður haldið í Háskólanum á Akureyri 7. október frá klukkan 14:15-16:15. Það kostar 15.000 kr. en er frítt fyrir kennara í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar. 

Smelltu hér til að skrá þig. 

Kennarar: Íris Hrönn Kristinsdóttir og Anna Sigrún Rafnsdóttir