Ritun og ritunarkennsla - mið- og unglingastig

Námskeið fyrir kennara á mið- og unglingastigi, námskeiðið er tvískipt og verður haldið tvo fimmtudaga í röð, 4. nóvember og 11. nóvember, frá klukkan 14:15-16:15.  

Í fyrri hluta námskeiðsins, 4. nóvember, verður fjallað um undirstöður textaritunar, hvernig ritun barna þróast og hvernig styðja má sem best við þróun ritunar á mið- og unglingastigi. 

Í seinna hluta námskeiðsins, 11. nóvember, verður sjónum beint að því hvernig kennarar geta stutt við ritun. Fjallað verður um kveikjur að ritun, stuðning við ritunarferlið frá hugmynd til birtingar, mat á ritun og leiðsögn í kjölfar mats.

Kennari á námskeiðinu er Rannveig Oddsdóttir lektor við kennaradeild HA.

Námskeiðið kostar 24.000 (tvö skipti) en er frítt fyrir kennara í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar. 

Skráning hér. 

Nánari upplýsingar gefur Rannveig - rannveigo@unak.is