Samræðusmiðja um leiðsagnarmat

Samræðusmiðja um leiðsagnarmat 25. apríl kl. 14.30–16.00

Við minnum á síðustu samræðusmiðju vetrarins en hún fjallar um leiðsagnarmat  á unglingastigi og í framhaldsskóla. Smiðjan verður næsta mánudag og er hún opin öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu.

Í samræðusmiðjunni er markmiðið að þátttakendur ræði almennt um leiðsagnarmat og leiðsagnarmatsleiðir, deili hugmyndum og reynslu af leiðsagnarmati í kennslu. Í aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla er lögð áhersla á leiðsagnamat og þar segir m.a. annars  að matsaðferðir verði að vera fjölbreyttar og í samræmi við hæfniviðmið, endurspegla áherslur í kennslu og taka mið af nemendum. Leggja skuli áherslu á leiðsagnarmat þar sem nemendur velta reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna.

Kennarar eru hvattir til að taka með sér efni og hugmyndir sem þeir hafa notað í leiðsagnarmati og vilja deila með öðrum.
Umsjón með smiðjunni hefur Sólveig Z.  frá MSHA.

Markmiðið með smiðjunni er að skapa vettvang fyrir samræður og deila þekkingu og reynslu.
Tímasetning: Mánudagur 25. apríl 14.30–16.00 í L-203 í HA

Miðstöð skólaþróunar HA