Samskipti stúlkna - námskeið á höfuðborgarsvæðinu

Samskipti stúlkna er námskeið fyrir kennara og starfandi ráðgjafa í skólum. Námskeiðið byggir á hugmyndum bandarískra fræðimanna sem sett hafa saman áætlun fyrir skóla um hvernig vinna má með stúlkum sem eiga í samskiptavanda. Efnið hefur verið rannsakað og reynt á Íslandi og skilaði góðum árangri.

Námskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu, miðvikudaginn 25. sept. ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið hefst klukkan 10:00 og því lýkur klukkan 16:00. Þátttakendur vinna með verkfæri námskeiðsins hver í sínum skóla og enda á ½ dags námskeiði í mars/apríl 2020 þegar þeirri vinnu er lokið. 

Námskeiðið kostar 49.000 kr. (tvö skipti - september og mars/apríl).

Skráning hér.