Sprotasjóður styrkir 42 verkefni

Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Hlutverk hans er að  styðja við þróunarverkefni og nýsköpun í skólastarfi.  Á hverju ári eru ákveðin áherslusvið sem að þessu sinni voru annars vegar lærdómssamfélög skóla og hins vegar drengir og lestur.

Á dögunum var úthlutað úr sjóðnum og hlutu 42 verkefni styrki og var heildarupphæð styrkjanna rúmlega 54 milljónir kr. 

Við erum stolt af því að vera samstarfsaðilar skóla í fimm af þessum verkefnum. Verkefnin sem við munum koma að í ár eru:

  • Lærum saman - lærdómssamfélag í leikskóla - Leikskólinn Iðavöllur á Akureyri
  • Strákar, lesum saman! - að efla læsi drengja út frá áhugahvöt þeirra - Glerárskóli og Naustaskóli á Akureyri
  • Skólasamfélagið í Dalvíkurbyggð - lærdómssamfélag - Leikskólinn Krílakot, Dalvíkurskóli og Árskógarskóli
  • Lærdómssamfélag í skólasamfélagi Langanesbyggðar - Leikskólinn Barnaból og Grunnskólinn á Þórshöfn
  • Lærdómssamfélagið í Grindavík - Tónlistarskóli Grindavíkur, Grunnskóli Grindavíkur, Leikskólinn Laut, Heilsuleikskólinn Krókur

Frábær verkefni sem við erum spennt að fá tækifæri til að taka þátt í.