Þróunarnámskeið Micro:bit

Skapandi skólastarf

Þróunarnámskeið í forritun desember 2016

 

Verkefnið Skapandi skólastarf óskar eftir kennurum til að taka þátt í tveimur þróunarnámskeiðum annað í Code.org forritun og hitt í Micro:bit forritun. Námskeiðin eru ætluð byrjendum í forritun og er liður í að þróa námskeið sem í boði verða fyrir kennara eftir áramót. Við óskum eftir 12 áhugasömum kennurum á svæði Eyþings sem eru tilbúnir til að leggja okkur lið í þróunarstarfinu.

Námskeiðin verða haldin í Háskólanum á Akureyri.

Code.org námskeiðið fer fram 7. desember nk. kl. 14–17, í stofu K201.

Micro:bit námskeiðið fer fram 9. desember nk. kl. 14–17, í stofu K201.

Námskeiðin eru endurgjaldslaus þar sem um þróunarnámskeið er að ræða.

Kennarar sem áhuga hafa á því að taka þátt í námskeiðunum sendi tölvupóst þess efnis á netfangið sz@unak.is. Þátttakendafjöldi miðast við 12 kennara á hvort námskeið og þeir fyrstu sem óska eftir þátttöku verður boðið að vera með. Kennarar verða að hafa með sér fartölvu á námskeiðin

Leiðbeinendur

Ólafur Jónsson (olafurj@unak.is), Íris Hrönn Kristinsdóttir (iris@unak.is) og 
Sólveig Zophoníasdóttir (sz@unak.is).

Nánari upplýsingar um  verkefnið Skapandi skólastarf