Fræðslufundur verður haldinn fimmtudaginn 31. mars kl. 16:30. Þar ætlar Sigurlaug Elva Ólafsdóttir sérkennari í
Oddeyrarskóla á Akureyri að greina frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á upplifun foreldra af heimanámi ADHD greindra barna. Fundurinn er
haldinn í húsnæði Háskólans á Akureyri, Sólborg við Norðurslóð í stofu L101 og er öllum opinn.
Erindið byggir á meistararitgerð sem Sigurlaug Elva vann með nokkrum foreldrum með ADHD/ADD greiningu og umsjónarkennurum barna þeirra vorið 2010.
Í erindinu verða kynntar helstu niðurstöður rannsóknarinnar, en tilgangurinn var að öðlast skilning á ADHD meðal foreldra og hvort og
þá hvernig röskunin hefði áhrif á upplifun þeirra af heimanámi barnanna. Örfá ár eru síðan farið var að greina
á Íslandi fullorðna einstaklinga með ADHD og ekki eru allir á eitt sáttir hvort ADHD sé að finna hjá fullorðnum eða hvort það
eldist af börnum. Hvað sem því líður er lítil vitneskja til um þennan hóp og röskunin getur staðið í vegi fyrir öflugu
samstarfi milli foreldris og umsjónarkennara. Þekking er mikilvægur þáttur í átt til skilnings og verður efnið nálgast út
frá þremur megin þemum: ADHD/ADD, heimanámi og samskiptum/samstarfi.
- Skólaþjónusta
- Starfsþróun
- Ráðstefnur
- Liðnar ráðstefnur
- Vísindi í námi og leik
- Læsi í skapandi skólastarfi
- Námstefna um Byrjendalæsi 2018
- Sterkari saman - farsælt samstarf heimila og skóla
- Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð
- Samræðuþing Hugleiks
- Jafnrétti í skólastarfi
- Læsi - skilningur og lestraránægja
- Námstefna um Byrjendalæsi - 2016
- Að greina sundur hina flóknu þræði - Vandamálavæðing eða starfsþróun í skólum?
- Snjallari saman
- Málþing um læsi 2015
- Hugsmíðar og hæfnimiðað nám
- Læsi til samskipta og náms
- Námstefna í Byrjendalæsi 2014
- Það verður hverjum að list sem hann leikur
- Skóli og nærsamfélag - að verða þorpið sem elur upp barnið
- Lestur og læsi - að skapa merkingu og skilja heiminn
- Liðnar ráðstefnur
- Útgefið efni
- Um okkur
- Verkbeiðni
- Leit