Viðurkenning Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar veitir árlega viðurkenningu einstaklingum og stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi. Föstudaginn 29. apríl voru veittar viðurkenningar fyrir skólaárið 2021-2022 við hátíðlega athöfn í Hofi. Við hér á MSHA erum sérstaklega stolt yfir því að kennarar á miðstigi í Naustaskóla fengu viðurkenningu fyrir þróunarverkefnin Strákar lesum saman og Læsi fyrir lífið. Verkefnin hafa þau unnið undir handleiðslu okkar hér á MSHA. Þessi samstillti hópur miðstigskennara í Naustaskóla hefur skapað nemendum sínum ögrandi verkefni, fylgt þeim eftir með góðu leiðsagnarmati og gert nemendum kleift að skila verkefnum á fjölbreyttan hátt. Á myndina vantar Katrínu Júlíu Pálmadóttur en hún hafði ekki tök á að mæta á athöfnina.