Vinsælu námskeiðin okkar komin á vefinn

Vinsælu samskiptanámskeiðin okkar, Samskipti stúlkna, Krakkaspjall og Unglingaspjall verða kennd öll kennd sem netnámskeið næsta haust. Námskeiðin eru alfarið kennd á vefnum í kennsluumhverfinu Canvas og í rauntíma á Zoom. Námskeiðin miða öll að því að bæta samskipti og efla félagshæfni nemenda á grunnskólaaldri. 

Næsta haust bætist við nýtt námskeið sem við köllum Félagaspjall. Félagaspjallið brúar bilið á milli Krakkaspjalls og Unglingaspjalls og er það ætlað fyrir nemendur í 6.-7. bekk. Efnið er sem stendur í prufukeyrslu hjá kennurum sem lokið hafa öðrum samskiptanámskeiðum hjá okkur. Eftir prufukeyrsluna verður námsefnið fullunnið og við munum bjóða upp á fyrstu námskeiðin í haust. 

Viðfangsefnin sem Félagaspjall byggir á koma frá The Jubilee Center við Birmingham háskóla í Bretlandi. Námsefnið hefur tengingar við mannkostamenntun og dygðakennslu og miðar að því að hjálpa nemendum að átta sig á því hvernig manneskjur þeir vilja vera og efla þá í félagslegum samskiptum. 

Félagaspjall verður uppbyggt eins og Krakka- og Unglingaspjall þar sem samræðustýra/stjóri og nemendahópur hittast á fundum þar sem spjallað verður um og unnið með fjöllbreytt viðfangsefni sem taka mið af því að styrkja samskipta- og samræðuhæfni nemenda.

Á næstu vikum munum við opna fyrir skráningar á haustnámskeiðin. Nú þegar er hægt að skrá sig á Unglingaspjall í gegnum Símenntun HA en það námskeið hefst 29. september næstkomandi. 

Hlökkum til að sjá ykkur á samskiptanámskeiðum í haust. 


Skráning á Unglingaspjall - haust 2021.