Hugsmíðar og hæfnimiðað nám vorráðstefna

Hugsmíðar og hæfnimiðað nám

Vorráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar HA var haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 18. apríl 2015. Að þessu sinni var ráðstefnan tileinkuð hæfnimiðuðu skólastarfi og markmiðið var að varpa ljósi á hvaða hugarfar og starfshættir í skólastarfi stuðla að hæfni nemenda. 

Almenn menntun stuðlar á hverjum tíma að aukinni hæfni einstaklingsins til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Hún miðar að því að efla skilning einstaklingsins á eiginleikum sínum og hæfileikum og þar með hæfni til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Hún er hvort tveggja í senn einstaklingsmiðuð og samfélagsleg[1]

Efni ráðstefnunnar var sniðið að leik-, grunn- og framhaldsskólum. 

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar:

  • Dr. Lyn Dawes, menntunarfræðingur og fyrrverandi dósent í menntavísindum við Bedford, Northampton og Cambridge háskóla á Bretlandi
  • Henry Alexander Henrysson, verkefnisstjóri við heimspekistofnun Háskóla Íslands
  • Ísak Rúnarsson, nemandi við Háskóla Íslands og formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands

 

Á ráðstefnunni var auk aðalfyrirlesara fjöldi málstofa þar sem reifuð voru ýmis mál er lúta að þróun hæfnimiðaðs skólastarfs.

Nánari upplýsingar veita Helga Rún Traustadóttir, 460 8585, netfang: helgarun@unak.is og Sólveig Zophoníasdóttir, 460 8564, netfang: sz@unak.is.

Dagskrá