Valmynd Leit

Jafnrétti í skólastarfi

Rúmlega hundrađ manns sóttu árlega vorráđstefnu Miđstöđvar skólaţróunar Háskólans á Akureyri sem haldin var laugardaginn 1. apríl s.l. Ţema ráđstefnunnar, sem ađ ţessu sinni var haldin í samstarfi viđ Jafnréttisstofu, var jafnrétti í skólastarfi en jafnrétti er einn af grunnţáttum íslenskrar menntastefnu.

   

Ađalfyrirlesarar voru Guđný Guđbjörnsdóttir prófessor viđ Menntavísindasviđi HÍ, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor viđ Menntavísindasviđ HÍ, Íris Hrönn Garđarsdóttir, Arnaldur Skorri Jónsson, Laufey Ipsita Stefánsdóttir og Hrannar Ţ Rósarson nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri. Auk ţess var fjöldi áhugaverđra erinda í bođi í ţremur málstofulotum.

Guđný fjallađi í erindi sínu um nýlegar rannsóknir Rannkyn sem annars vegar lúta ađ jafnréttisfrćđslu á Menntavísindasviđi Háskóla Íslands og hins vegar ađ ţekkingu, áhuga og viđhorfum stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum á höfuđborgarsvćđinu. Niđurstöđurnar benda til ţess ađ ţekking á kynjafrćđilegum grunnhugtökum mćtti vera betri og viđhorf upplýstari hjá stórum hópi ţátttakenda. Mikill áhugi var međal kennaranema og skólastjórnenda um aukna kynjajafnréttisfrćđslu einkum til ađ breyta stađalmyndum kynjanna og til ađ bregđast viđ kvörtunum ungs fólks um kynferđislega áreitni.

Íris, Arnaldur, Laufey og Hrannar tóku öll kynjafrćđi sem valáfanga viđ Verkmenntaskólann á Akureyri. Ţau sögđu frá ţví hvernig kynjafrćđin gaf ţeim ađra sýn á veruleikann. Öll lögđu ţau áherslu á mikilvćgi ţess ađ byrja sem fyrst ađ frćđa börn um hvernig stađalmyndir kynjanna mismuna og takmarka frelsi og val einstaklingsins. Sjálf hefđu ţau viljađ fá meiri jafnréttisfrćđslu í grunnskóla og nefndu t.d. stađalmyndirnar, karlmennskuhugmyndir og kynfrćđslu. Í máli ţeirra kom fram ađ strákar fara  oft í vörn ţegar taliđ berst ađ femínistum og ađ ţá skorti skilning á ţví út á hvađ femínismi gengur. Unga fólkiđ taldi ađ hjálpa ţyrfti strákum ađ sjá ađ jafnrétti er líka ţeim í hag.

Ingólfur fór yfir stöđu jafnréttisfrćđslu- og kynjafrćđikennslu. Hann greindi inntak ađalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla frá 2011 og sýndi hvernig hugtök kynjafrćđa og hinseginfrćđa eru útfćrđ í sérhlutum námskrárinnar fyrir einstök skólastig, í völdu námsefni og viđ kynjafrćđikennslu í framhaldsskólum. Ađ lokum velti hann ţví fyrir sér hvort og ţá hvernig skólarnir taka ábyrgđ á ţví lögbundna verkefni sem jafnréttisfrćđslan er.

Međal umfjöllunarefna í málstofum má nefna jafnrétti í félagslífi framhaldsskólanemenda, samráđsvettvang jafnréttisfulltrúa háskóla, karla í leikskólum, margţćtta mismunun fatlađra kvenna og frćđslu um kynhneigđ, kynvitund og kyneinkenni í grunnskólum Hafnarfjarđar.

Ráđstefnan tókst afar vel og allir fyrirlesarar og gestir fá bestu ţakkir fyrir góđa og lćrdómsríka samveru.

Nćsta vorráđstefna Miđstöđvar skólaţróunar HA fer fram 14. apríl 2018 og verđur ţema hennar samstarf heimila og skóla.

Myndir frá ráđstefnunni

Dagskrá ráđstefnunnarMiđstöđ skólaţróunar

Sólborg v/norđurslóđ              600 Akureyri, Iceland              msha@msha.is              S. 460 8590 

Skráđu ţig á póstlistann

Fylgdu okkur eđa deildu