Helena og Margrét þóra 2016

Snjallari saman - aðalfyrirlesarar

 

Helena Sigurðardóttir og Margrét Þóra Einarsdóttir grunnskólakennarar í Brekkuskóla á Akureyri

Að nota rafræna kennsluhætti. Hversu snjallt er það?

Töluvert hefur verið fjallað um tæknivæðingu í skólastarfi undanfarin ár þar sem sjónum hefur verið beint að tækninni sjálfri, tækjabúnaði og framkvæmd. Minna hefur verið fjallað um það hvernig kennarar fari að því að aðlaga tæknina að sínum kennsluháttum og hvað nemendum finnst um að nýta möguleika tækninnar til náms. Í erindinu munu Helena Sigurðardóttir og Margrét Þóra Einarsdóttir segja frá reynslu sinni en þær hafa undanfarin fjögur ár haft það að markmiði að fjölga rafrænum viðfangsefnum í námi nemenda sinna. Þær munu fjalla um áhrif tæknivæðingar á nám og  segja frá þeim þáttum sem hafa reynst þeim vel með dæmum úr skólastofunni. Þær munu einnig fjalla um þær hindranir sem kennarar geta mætt við innleiðingu rafrænna kennsluhátta. Í erindinu verður einnig fjallað um hvernig nemendur vilja nýta tækni til þess að ná góðum námsárangri og hvernig tækni getur aukið sjálfstæði bráðgerra nemenda sem og nemenda með sértæka námsörðugleika.

Helena Sigurðardóttir og Margrét Þóra Einarsdóttir hafa kennt í grunnskólum á Íslandi og Norðurlöndunum sem umsjóna-, faggreina-, og sérkennarar. Undanfarin ár hafa þær kennt á mið- og unglingastigi í Brekkuskóla og stýrt Nordplus þróunarverkefni sem tvinnar saman alþjóðasamvinnu og rafræna kennsluhætti. Með Helenu og Margréti Þóru verða fjórir nemendur þau Arndís Eva Erlingsdóttir, Egill Andrason, Katrín Hólmgrímsdóttir og Kristján Sigurðsson.