Hugleikur samræður til náms – bjargir

Hugleikur – samræður til náms er rannsóknar- og þróunarverkefni til tveggja ára. Verkefnið er samstarfsverkefni mistöðvar skólaþróunar HA, kennaradeildar HA og valinna leik-, grunn- og framhaldsskóla og hefur verkefnið fengið styrk frá Háskólasjóði KEA. Megin markmið þess er að rannsaka og þróa samræðuaðferðir með kennurum, búa til kennsluefni og skapa vettvang sem styður við og eflir samræður í skólastarfi með börnum og ungu fólki. Stefnt er að því að þátttakendur öðlist færni í að nota samræðuaðferðir á fjölbreyttan hátt og geti samþætt aðferðirnar við daglegt skólastarf og námskrá. Þátttakendur efla með sér þekkingu, leikni og hæfni til að virkja nemendur til markvissrar samræðu um viðfangsefni náms á gagnrýninn og skapandi hátt. Verkefnið hefur skýra tengingu við íslenska menntastefnu eins og hún birtist í aðalnámskrám skólastiganna og styður við hæfnimiðað nám.

Verkefnið hófst með kynningarfundi 30. október og í framhaldinu voru haldnar sjö vinnustofur með jöfnu millibili fram á vor. Í vinnustofum verður megin áhersla lögð á að þátttakendur læri um samræðuaðferðir og æfi sig í að beita þeim. Á milli vinnustofa vinna kennarar að samræðuverkefnum og samþætta samræðuna þeim viðfangsefnum sem unnið er að hverju sinni og þjálfa sig og nemendur sína í samræðum. Í áætluninni er gert ráð fyrir að kennari samþætti samræðuaðferðir og beiti samræðum með nemendum í 2–4 kennslustundum á mánuði auk undirbúnings og úrvinnslu. Stefnt er að því að einstaklingar í verkefnisstjórn heimsæki kennara og veiti þeim endurgjöf á vettvangi. Kynningarfundur og vinnustofur verða haldnar í Háskólanum á Akureyri.

Á vefsíðunni er haldið utan um áætlanir og gögn sem verða til í þróunarstarfinu og hingað sækja þátttakendur sér efnivið til náms. Vefsíðan er lifandi samskiptavettvangur hópsins og smám saman verða hér til og þróast fjölbreyttar og gagnlegar bjargir eins og handbók, lesefni, námsefni, æfingar, myndbönd, matslista o.fl.

Moodle vefur 

Slóð á vinnuferli Hugleiks á padlet veggnum

Bjargir

Vefir um samræður til náms og heimspeki í skólastarfi

Heimspekivefur Garðaskóla

Heimspekitorg

Lesefni og námsefni
68 æfingar í heimspeki
Jóhann Björnsson tók saman
Námsgagnastofnun 2014 

Glærur frá Matt Copeland höfundar bókarinnar Socratic circles: fosterning critical and creative thingking
http://www.misd.net/secondaryliteracy/secondaryliteracynetwork/SocraticCirclesIIMattCopeland.pdf 

Myndbönd

18.11. 2014
Myndband með James Nottingham og 15 ára nemendum hans í heimspekilegri samræðu (Philosophy for Children (P4C)).
https://www.youtube.com/watch?v=0FGTg8D7LuM&app=desktop  

Myndband af Paige Price og nemendur henna í sókratískri samræðu. Mjög gott myndband þar sem sókratískri samræðu er beitt með unglingum https://www.teachingchannel.org/videos/bring-socratic-seminars-to-the-classroom

Socratic seminar: supporting claims and counterclaims
Christina Procter 10th grade teacher at High school for arts, imagination and inquiry in New York.

TEDxOverlake - Dr. Sara Goering - Philosophy for Kids: Sparking a Love of Learning (11 mín). 
Dr. Sara Goering is Assistant Professor of Philosophy, Member of the Program on Values in Society, and Program Director for the Northwest Center for Philosophy for Children at the University of Washington, Seattle. Since graduate school, she has developed programs designed to bring philosophy to K-12  

 

Klípusögur

http://listverse.com/2007/10/21/top-10-moral-dilemmas/  

Á netinu má finna myndefni þar sem heimspekikennarar frá ýmsum heimshornum segja frá starfi sínu og sýnd eru brot úr samræðum. Hér eru tenglar í nokkur gagnleg myndbönd: