Skólanámskrárgerð

Skólanámskrárgerð

Miðstöð skólaþróunar hefur sett saman áætlun um stuðning við starfsfólk innan skóla við innleiðingu aðalnámskrár, stefnumótun, gerð skólasýnar og skólanámskrár með áherslu á grunnþætti menntunar, lykilhæfni og innra mat. Lögð er áhersla á að einstaklingar innan námsamfélagsins eigi hlutdeild í ferlinu, leggi sitt af mörkum og taki þannig þátt í að skapa námsvettvang í takt við samfélagið og umhverfið.

Námskrá er tæki til mótunar, hún er samningur námsamfélagsins og í henni er gefin yfirlýsing um hvers konar hugsun og viðhorf skuli einkenna skólastarf og ferli menntunar. Ferlið ætti að fela í sér stöðuga viðleitni námsamfélagsins til að gera betur og þróa skólastarfið til enn betri vegar.

Vinnan felst í að halda fundi með kennurum og öðru starfsfólki og samráðsfundi með stjórnendum og námskrárteymi. Sérstakir námskrárteymisfundir eru haldnir u.þ.b. mánaðarlega og haldið er utan um vinnuferlið með fundargerðum.

Markhópur:
Leik-, grunn- og framhaldssskólar


Umfang:
Þróunarverkefni, aðlagað þörfum hvers og eins skóla.
Hægt er að óska eftir námskeiðum um einstaka áhersluþætti aðalnámskrár og námskrárgerðar.


Lýsing:
Miðstöð skólaþróunar hefur sett saman áætlun um stuðning við starfsfólk innan skóla við innleiðingu aðalnámskrár, stefnumótun, gerð skólasýnar og skólanámskrár með áherslu á grunnþætti menntunar, lykilhæfni og innra mat. Lögð er áhersla á að einstaklingar innan námsamfélagsins eigi hlutdeild í ferlinu, leggi sitt af mörkum og taki þannig þátt í að skapa námsvettvang í takt við samfélagið og umhverfið.

Námskrá er tæki til mótunar, hún er samningur námsamfélagsins og í henni er gefin yfirlýsing um hvers konar hugsun og viðhorf skuli einkenna skólastarf og ferli menntunar. Ferlið ætti að fela í sér stöðuga viðleitni námsamfélagsins til að gera betur og þróa skólastarfið til enn betri vega.


Markmið:
Markmiðið er að í skólanum sé til fullgild skólanámskrá sem er lifandi skjal og styður við þróun námssamfeálgsins í við komandi skóla.


Fyrirkomulag:
Verkefnið er lagað að þörfum hvers skóla og getur náð yfir lengri eða skemmri tíma. Vinnan felst í að halda fundi með kennurum og öðru starfsfólki og samráðsfundi með stjórnendum og námskrárteymi. Sérstakir námskrárteymisfundir eru haldnir u.þ.b. mánaðarlega og haldið er utan um vinnuferlið með fundargerðum.