Valmynd Leit

Leišsagnarmat lykill aš įrangri


Leišsagnarmat lykill aš įrangri

Ķ leišsagnarmati felst sjįlfskošun bęši kennara og nemenda og hvatning til aš velta fyrir sér nįms- og kennsluhįttum meš gagnkvęmri endurgjöf. Leišsagnarmat eflir nįmsvitund nemenda og eykur skilning žeirra į žvķ hvaš og hvernig žeir lęra og hvernig žeir geta hagaš nįmi sķnu til aš nį sem bestum įrangri. Ķ ašalnįmskrį segir m.a. aš leggja skuli  įherslu į leišsagnarmat sem byggist į žvķ aš börn og unglingar ķgrundi nįm sitt meš kennurum sķnum til aš nįlgast eigin markmiš ķ nįminu og įkveša nęstu skref. Leišsagnarmat mišar aš žvķ fylgjast meš og sjį stöšuna mešan į nįmi stendur ķ nįmsferlinu sjįlfu og nota nišurstöšurnar til aš gera naušsynlegar breytingar į nįms- og kennsluhįttum. Nįmsmenning sem byggir į leišsagnarmati žjónar įherslum ašalnįmskrįr, tekur til grunnžįtta menntunar, lykilhęfnižįtta og įherslužįtta laga.

Markmiš
Aš styšja žįtttakendur viš endurskošun og žróun nįms- og kennsluhįtta m.t.t. leišsagnarmats meš žaš aš markmiši aš nį betri įrangri, öšlist hęfni til aš beita leišsagnarmati ķ daglegu starfi og geti samžętti žaš daglegum višfangsefnum:

Aš loknu nįmskeiši hafa žįtttakendur:

 • žekkingu į fręšilegri umgjörš og gildi leišsagnarmats fyrir nįmsįrangur,
 • žekkingu į grundvallar uppbyggingu leišsagnarmats,
 • endurskošaš nįms- og kennsluhętti sķna og žróaš žį įfram m.t.t. leišsagnarmats,
 • eflt hęfni sķna viš gerš nįms- og kennsluįętlana sem byggja į markmišum og įherslum ašalnįmskrįr og leišsagnarmati,
 • žekkingu į og geta notaš fjölbreyttar leišsagnarmatsašferšir,
 • žekkingu į hvernig hęgt er aš nota tölvu- og upplżsingatękni viš leišsagnarmat.

Hvaš segja kennarar um nįmskeišiš?
Nįmskeišiš hefur veriš haldiš fimm sinnum og af umsögnum žįtttakenda mį dęma aš vel hafi tekist til og nįmskeišiš hafi aukiš hęfni žeirra og öryggi til aš nota leišsagnarmat viš nįm og kennslu.

 • Nįmskeišiš hefur opnaš huga minn mikiš gagnvart nįmsmati ekki sķst möguleikum į fjölbreyttara nįmsmati
     
 • Gott aš fį hugmyndir aš leišsagnarmatsašferšum sem hęgt er aš nota viš mismunandi ašstęšur ķ nįmi 
 • Margar góšar hugmyndir sem veršur skemmtilegt aš prófa ķ kennslu
     
 • Įhugavert og vel skipulagt
 
 • Praktķskar ęfingar
     
 • Ég er hęfari ķ aš leišbeina nemendum

 

Inntak
Nįmskeišiš samanstendur af fjórum 160 mķnśtna vinnustofum. Hver vinnustofa skiptist ķ fręšslu og verkefnavinnu. Žįtttakendur setja sér starfstengd markmiš og į milli vinnustofa vinna aš žeim meš žróun nįms- og kennsluhįtta į vettvangi.

Vinnustofa 1
Fręšileg umgjörš, gildi leišsagnarmats og uppbygging (160 mķn).
Žįtttakendur vinna śtfrį matskvarša, ķgrunda kennsluhętti sķna og meta stöšuna og leggja drög aš leišsagnarmatsįętlun til aš vinna eftir viš žróa nįms- og kennsluhįtta į vettvangi. Žįtttakendur nota SMART markmišasetningu viš gerš leišsagnarmatsįętlunarinnar.

Vinnustofa 2
Endurskošun, gildi og gerš nįms- og kennsluįętlana sem nį til lengri og skemmri tķma, taka til grunnžįtta, hęfnivišmiša og lykilhęfni (160 mķn).
Žįtttakendur skipta hęfnivišmišum nįmsvišs upp ķ lotur, skilgreina meginmarkmiš, žemu og lykilspurningar (annarįętlun). Žįtttakendur skipuleggja nįms- og kennsluįętlanir til styttri tķma žar sem fram koma markmiš, nįms- og kennsluhęttir (hvaš gerir nemandinn og hvaš gerir kennarinn) og mat meš įherslu į leišsagnarmat. Drög aš leišsagnarmatsįętlun ķgrunduš og endurbętt.

Vinnustofa 3
Uppbygging og framkvęmd leišsagnarmats (160 mķn).
Žįtttakendur dżpka žekkingu sķna į žįttum leišsagnarmats og framkvęmd žess.
Žįtttakendur endurskipuleggja leišsagnarmatsįętlun til aš vinna eftir į vettvangi.

Vinnustofa 4
Ķgrundun, samręša og mat į framvindu verkefnisins og hugaš aš nęstu skrefum (160 mķn).

Umsjónarkennari nįmskeišsins er Sólveig Zophonķasdóttir.

Nįmskeišiš er haldiš ķ HA.
Einnig er ķ boši aš halda nįmskeišiš į netinu fyrir kennarahópa (lįgmark 6 kennarar ķ hópi) sem ekki starfa į Akureyri og nįgrenni. Hafi kennarar įhuga į aš sękja nįmskeišiš ķ gegnum netiš žį vinsamlega hafiš samband viš Sólveigu sz@unak.is. Tķmasetningar netnįmskeišsdaga eru įkvešnar ķ samrįši viš kennarahópinn. 

Leišsagnarmat lykill aš įrangri er einnig ķ boši sem žróunarverkefni ķ skóla sem vill efla žekkingu kennara į leišsagnarmati og hęfni žeirra til aš nota leišsegjandi mat ķ daglegu skólastarfi.

Nįnari upplżsingar veitir Sólveig Zophonķasdóttir
sz@unak.is


Mišstöš skólažróunar

Sólborg v/noršurslóš              600 Akureyri, Iceland              gunnarg@unak.is              S. 460 8590 

Fylgdu okkur eša deildu