Leiðsagnarmat lykill að árangri

Markhópur:

Umfang:

Lýsing:


Markmið:

Fyrirkomulag:


Leiðsagnarmat lykill að árangri

Í leiðsagnarmati felst sjálfskoðun bæði kennara og nemenda og hvatning til að velta fyrir sér náms- og kennsluháttum með gagnkvæmri endurgjöf. Leiðsagnarmat eflir námsvitund nemenda og eykur skilning þeirra á því hvað og hvernig þeir læra og hvernig þeir geta hagað námi sínu til að ná sem bestum árangri. Í aðalnámskrá segir m.a. að leggja skuli  áherslu á leiðsagnarmat sem byggist á því að börn og unglingar ígrundi nám sitt með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða næstu skref. Leiðsagnarmat miðar að því fylgjast með og sjá stöðuna meðan á námi stendur í námsferlinu sjálfu og nota niðurstöðurnar til að gera nauðsynlegar breytingar á náms- og kennsluháttum. Námsmenning sem byggir á leiðsagnarmati þjónar áherslum aðalnámskrár, tekur til grunnþátta menntunar, lykilhæfniþátta og áhersluþátta laga.

Markmið
Að styðja þátttakendur við endurskoðun og þróun náms- og kennsluhátta m.t.t. leiðsagnarmats með það að markmiði að ná betri árangri, öðlist hæfni til að beita leiðsagnarmati í daglegu starfi og geti samþætti það daglegum viðfangsefnum:

Að loknu námskeiði hafa þátttakendur:

 • þekkingu á fræðilegri umgjörð og gildi leiðsagnarmats fyrir námsárangur,
 • þekkingu á grundvallar uppbyggingu leiðsagnarmats,
 • endurskoðað náms- og kennsluhætti sína og þróað þá áfram m.t.t. leiðsagnarmats,
 • eflt hæfni sína við gerð náms- og kennsluáætlana sem byggja á markmiðum og áherslum aðalnámskrár og leiðsagnarmati,
 • þekkingu á og geta notað fjölbreyttar leiðsagnarmatsaðferðir,
 • þekkingu á hvernig hægt er að nota tölvu- og upplýsingatækni við leiðsagnarmat.

Hvað segja kennarar um námskeiðið?
Námskeiðið hefur verið haldið fimm sinnum og af umsögnum þátttakenda má dæma að vel hafi tekist til og námskeiðið hafi aukið hæfni þeirra og öryggi til að nota leiðsagnarmat við nám og kennslu.

 • Námskeiðið hefur opnað huga minn mikið gagnvart námsmati ekki síst möguleikum á fjölbreyttara námsmati
     
 • Gott að fá hugmyndir að leiðsagnarmatsaðferðum sem hægt er að nota við mismunandi aðstæður í námi 
 • Margar góðar hugmyndir sem verður skemmtilegt að prófa í kennslu
     
 • Áhugavert og vel skipulagt
 
 • Praktískar æfingar
     
 • Ég er hæfari í að leiðbeina nemendum

 

Inntak
Námskeiðið samanstendur af fjórum 160 mínútna vinnustofum. Hver vinnustofa skiptist í fræðslu og verkefnavinnu. Þátttakendur setja sér starfstengd markmið og á milli vinnustofa vinna að þeim með þróun náms- og kennsluhátta á vettvangi.

Vinnustofa 1
Fræðileg umgjörð, gildi leiðsagnarmats og uppbygging (160 mín).
Þátttakendur vinna útfrá matskvarða, ígrunda kennsluhætti sína og meta stöðuna og leggja drög að leiðsagnarmatsáætlun til að vinna eftir við þróa náms- og kennsluhátta á vettvangi. Þátttakendur nota SMART markmiðasetningu við gerð leiðsagnarmatsáætlunarinnar.

Vinnustofa 2
Endurskoðun, gildi og gerð náms- og kennsluáætlana sem ná til lengri og skemmri tíma, taka til grunnþátta, hæfniviðmiða og lykilhæfni (160 mín).
Þátttakendur skipta hæfniviðmiðum námsviðs upp í lotur, skilgreina meginmarkmið, þemu og lykilspurningar (annaráætlun). Þátttakendur skipuleggja náms- og kennsluáætlanir til styttri tíma þar sem fram koma markmið, náms- og kennsluhættir (hvað gerir nemandinn og hvað gerir kennarinn) og mat með áherslu á leiðsagnarmat. Drög að leiðsagnarmatsáætlun ígrunduð og endurbætt.

Vinnustofa 3
Uppbygging og framkvæmd leiðsagnarmats (160 mín).
Þátttakendur dýpka þekkingu sína á þáttum leiðsagnarmats og framkvæmd þess.
Þátttakendur endurskipuleggja leiðsagnarmatsáætlun til að vinna eftir á vettvangi.

Vinnustofa 4
Ígrundun, samræða og mat á framvindu verkefnisins og hugað að næstu skrefum (160 mín).

 

Einnig er í boði að halda námskeiðið á netinu fyrir kennarahópa (lágmark 6 kennarar í hópi) sem ekki starfa á Akureyri og nágrenni. 

Leiðsagnarmat lykill að árangri er einnig í boði sem þróunarverkefni í skóla sem vill efla þekkingu kennara á leiðsagnarmati og hæfni þeirra til að nota leiðsegjandi mat í daglegu skólastarfi.