Valmynd Leit

Mßlstofa 1.2

Málstofa 1.2

Lesið í leik: Kynning á læsisstefnu leikskóla Reykjavíkurborgar
Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir, þróunarfulltrúi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkur (ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is) og Fríða Bjarney Jónsdóttir verkefnisstjóri við skóla- og frístundasvið Reykjavíkur (frida.b.jonsdottir@reykjavik.is)

Læsisstefna fyrir leikskóla – Lesið í leik var samþykkt af skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar, í júní 2013. Stefnan var unnin af starfshópi á vegum skóla- og frístundasviðs sem leitaði ráðgjafar sérfræðinga bæði á vettvangi og í Háskólasamfélaginu. Stefnan inniheldur 13 stefnuþætti fyrir leikskóla auk þess sem henni fylgja hagnýtar vörður á leið til læsis með hugmyndum og gagnlegum ábendingum varðandi þróun læsis í leikskólastarfi. Í erindinu verður fjallað um vinnuna við gerð stefnunnar og innihald hennar en í henni er lögð áhersla á mikilvægi leikskólans í þróun bernskulæsis og stuðningi við þau börn sem á þurfa að halda, með það að markmiði að jafna tækifæri allra barna til náms og árangurs. Einnig verða dregin fram dæmi úr leikskólastarfi sem endurspegla áherslur stefnunnar.

Læsisstefnuna má finna á slóðinni: http://issuu.com/skola_og_fristundasvid/docs/l__sisstefna_tilbu__i__2


 

Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna: Kynning á þróunarverkefni
Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur (asthildurs@hafnarfjordur.is) og Anney Ágústsdóttir, leikskólastjóri (anney.agustsdottir@akranes.is)

Fjallað verður um aðdragandann og hugmyndafræðina á bak við þróunarverkefnið sem varð kveikjan að handbók. Í þróunarverkefninu  var áhersla lög á að setja niður á blað hagnýtar og gagnreyndar aðferðir til þess að skilgreina betur málþroskafrávik ungra barna og finna leiðir og úrræði til þess að mæta þörfum þeirra á skilvirkan hátt. Kynntir verða m.a. verkferlar, skimunartæki,  gátlistar og fjöldi hugmynda til að ná árangri  í málörvun ungra barna. Einnig verða ræddar hugmyndir varðandi samstarf fagstétta og aukið foreldrasamstarf.  Verkefnið byggir á afmörkuðu fræðasviði sem er snemmtæk íhlutun. Sérfræðingar hafa gert sér grein fyrir að hægt er að hafa áhrif á þroskaframvindu barna og undirbúning fyrir lestur með ígrunduðum aðferðum sem að hefur verið sýnt fram á að skila árangri (Weitzman og Greenberg, 2002; Tryggvi Sigurðsson, 2006). Heilastarfsemin hjá ungum börnum er ekki fullmótuð og börn eru næmari fyrir íhlutun á yngri árum. Þetta þýðir að því fyrr sem málþroskafrávik eru greind og skilgreind er hægt að draga úr eða jafnvel koma í veg fyrir námserfiðleika síðar á lífsleiðinni.  Einnig  verður sértaklega rætt um það hvernig gengur að innleiða þróunarverkefnið í nokkra leikskóla.Mi­st÷­ skˇla■rˇunar

Sˇlborg v/nor­urslˇ­ á á á á á áá 600 Akureyri, Iceland á á á á á áá gunnarg@unak.isááá á á á á á S. 460 8590á

Fylgdu okkur e­a deildu