Valmynd Leit

Mįlstofa 1.7

Málstofa 1.7

Nýjar leiðir í læsi á ensku: Gildi, gagn og gaman í FG
Anna Jeeves, framhaldsskólakennari  við FG og aðjúnt við HÍ (annaj@fg.is), Anna Sjöfn Sigurðardóttir framhaldsskólakennari við FG og Fríða Gylfadóttir framhaldsskólakennari við FG

Nýleg doktorsrannsókn leiddi í ljós að nemendur í ensku á framhaldsskólastigi á Íslandi telja lestur bókmenntatexta gagnlegan hvað varðar almenna þekkingu, skilning á enskri tungu og á menningu enskumælandi landa. Lestur bókmennta sem og annarra texta er oft undirstaða gagnlegrar þjálfunar í ritun. Í nýjum áfanga Menning og skapandi skrif  á öðru hæfniþrepi  í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er læsi þjálfað á ýmsan hátt, nemendur bregðast við textum á persónulegan hátt og skapa nýjan í framhaldinu. Hugtakið „læsi" er ekki bundið við lestur á texta. Samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011) er einnig um stafrænt læsi, miðlamennt og miðlalæsi að ræða. Miðlalæsi er skilgreint sem sú „færni og kunnátta sem [nemendur] öðlast við það…að leggja mat á miðlað efni" af ýmsu tagi. Kvikmyndir og kynningar er nýr enskuáfangi á öðru hæfniþrepi í FG og eru hæfniviðmið m.a. að nemendur geti lesið á milli lína, beitt djúpri túlkun og tjáð sig skýrt og hnökralaust. Með því að nota sígildar kvikmyndir og kvikmyndir frá mismunandi heimshornum er reynt að efla „personal involvement" (Collie og Slater 1987) nemenda. Þeir fá innsýn inn í mismunandi menningarheima og eru hvattir til að tjá sig um boðskap kvikmyndanna á eigin forsendum. Læsi er því túlkað sem gagnvirkt ferli þar sem einstaklingur upplifir miðlað efni á eigin hátt (Nuttall 2005).


 

Áhrif þess að vera óupplýsingalæs
Bergljót Tulinius Gunnlaugsdóttir upplýsingafræðingur (bg@flensborg.is)

Erindið lítur að samfélagslegri stöðu þeirra sem hafa hætt í námi (brottfallsnemendur) og eru í þeim áhættuhópi sem gæti orðið fastur í vítahring menntunarskorts og upplýsingaólæsis. Þetta er  vaxandi hópur sem að rannsóknarniðurstöður stofnanna t.a.m. European Foundation for the improvment of living and working conditions í  Dublin hafa sýnt að er fyrir hendi. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið stór þáttur  í stefnumörkun ESB í málefnum upplýsingasamfélagsins og m.a. Lissabon yfirlýsingarinnar frá 2000 og einnig haft áhrif á síðari tíma stefnumörkun hérlendis.  Um 10% Evrópubúa er afskorin frá netheimum og þá um leið í raun frá umheiminum að nokkru leyti. Ef um sambærilegt ástand er að ræða hérlendis þá væri tilsvarandi hlutfallstala yfir 30 þúsund einstaklingar. Umfjöllunarefni mitt byggi ég m.a. á niðurstöðum úr M.A. verkefni mínu, þ.e.; Stefnur og stofnanir upplýsinga- og þekkingarsamfélagsins í ESB löndunum og á Íslandi. Verkefnið fól í sér greiningu og samanburð á stefnum og stofnunum upplýsinga- og þekkingar-samfélagsins. Hnattvæðing, þekkingarhagkerfi, rafræn stjórnsýsla, upplýsingalæsi almennings voru nokkrir þeirra þátta sem voru til umfjöllunar ásamt tengslum og áhrifum á stefnumótun. Einangrun og vanhæfni þessa „týnda“ hóps er æ meira aðkallandi, ekki bara af félagslegum, efnahagslegum og menningarlegum ástæðum, heldur einnig vegna rekstarlegra hagkvæmnissjónarmiða stjórnsýsluna. Gífurlegur sparnaður felst í rafrænni stjórnsýslu en hún er betur framkvæmanleg ef svo gott sem allir hafi tiltæka tækni og hæfni til þátttöku.  


Mišstöš skólažróunar

Sólborg v/noršurslóš              600 Akureyri, Iceland              gunnarg@unak.is              S. 460 8590 

Fylgdu okkur eša deildu