Valmynd Leit

Mįlstofa 2.1

Málstofa 2.1

 

Catalyst: Rafræn skráning í atferlisþjálfun

Auður Friðriksdóttir, atferlisþjálfari á leikskólanum Sjálandi (serkennsl@sjaland.is), og Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, atferlisþjálfari á leikskólanum Sjálandi

Með rafrænni skráningu í Catalyst fæst betri yfirsýn yfir alla þjálfun barnsins. Með betri yfirsýn verður þjálfun skilvirkari þar sem auðveldlega er hægt að endurmeta flokka í þjálfun og bæta við eða draga úr kröfum í þjálfun. Þannig stuðlar skráningin að yfirgripsmeiri þjálfun sem hjálpar barninu í að auka við hæfni sína í fleiri aðstæðum hverju sinni.
Með nákvæmari skráningum á öllum atriðum þjálfunar er mögulegt að endurmeta flokka í þjálfun jafnóðum t.d með línuritum sem kalla má fram án nokkurs undirbúnings. Catalyst veitir möguleika á símati í þjálfun. Það sýnir þér hvort þú ert raunverulega að ná árangri í þjálfun.


 

Menntun tvítyngdra barna í íslensku skólakerfi í ljósi skóla án aðgreiningar og fjölmenningarlegrar menntunar

Magdalena Zawodna, kennari á leikskólanum Barnabóli (magda@langanesbyggd.is), og Hermína Gunnþórsdóttir, lektor við HA (hermina@unak.is)

Í erindinu verður greint frá niðurstöðum rannsóknar sem hafði að meginmarkmiði að kanna reynslu, viðhorf og væntingar foreldra tvítyngdra barna varðandi leik- og grunnskólanám barna þeirra. Markmiðið var einnig að kanna þekkingu foreldranna á réttindum tvítyngda barna. Viðfangsefnið var skoðað út frá lögum og aðalnámskrám, skrifum fræðimanna og rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessu sviði. Rannsóknarspurningin var: Er komið til móts við þarfir tvítyngdra barna á leik- og grunnskólaaldri að mati foreldra þeirra? Viðtöl voru tekin haustið 2013 við 12 pólska foreldra sem áttu börn í íslenskum leik- eða grunnskólum. Helstu niðurstöður sýndu að foreldrarnir töldu að ekki sé komið nægilega vel til móts við þarfir tvítyngdra barna og foreldra þeirra í leikskólum og grunnskólum sem rannsóknin náði til og að þörf sé fyrir heildarendurskoðun og opinbera stefnumótun varðandi skólanám tvítyngdra barna. Ennfremur töldu foreldrarnir að nauðsynlegt sé að endurskoða kennsluaðferðir út frá hugmyndafræði fjölmenningarlegs náms og fjölbreyttum kennsluaðferðum og að efla kunnáttu íslenskra kennara til að kenna fjölmenningarlegum bekkjum með skóla án aðgreiningar sem fyrirmynd. Foreldrarnir sem þátt tóku í rannsókninni þekktu ekki rétt tvítyngdra barna í íslensku skólakerfi þegar börnin hófu nám sitt og var þekking þeirra á réttindum þeirra enn takmörkuð þegar rannsóknin fór fram.Mišstöš skólažróunar

Sólborg v/noršurslóš              600 Akureyri, Iceland              gunnarg@unak.is              S. 460 8590 

Fylgdu okkur eša deildu