Valmynd Leit

Mlstofa 4

Stofa M203

Með augun í hendinni. Mótun námsefnis í teikningu í samvinnu við nemendur

Björg Eiríksdóttir, kennari við VMA

Í máli og myndum segir Björg frá rannsókn sem hún vinnur að við kennaradeild Háskólans á Akureyri þar sem hún mótar námsefni í teikningu í samvinnu við nemendur við raunverulegar aðstæður í framhaldsskóla. Þar er athyglinni beint bæði að námsferli nemenda og eigin kennsluferli ásamt þeim afrakstri sem skapast, námi og verkum nemenda og námsefni. Einnig er leitast við að auka meðvitund um hugmyndir í myndlistarkennslu og stuðla að því að námsefnið sé í raun að byggja á þeim. Stefnt er að því að afrakstur rannsóknarinnar verði bætt kennsla, nýtt námsefni í teikningu og myndlistarverk. Komið verður inn á atriði eins og hvað dagbókarskrif geta verið notaleg, hvað nemendur geta verið snjallir og hjálpsamir og hvernig titillinn Að sjá með augun í höndunum varð til.


 

“Okkas” Sæborg – Þróunarverkefni í Leikskólanum Sæborg 2012-2013

Daði Guðbjörnsson listamaður
Soffía Þorsteinsdóttir, skólastjóri leikskólanum Sæborg

Megintilgangur þróunarverkefnisins var að dýpka skapandi starf í leikskólanum með því að koma á samvinnu milli barnanna í leikskólanum og listamannsins Daða Guðbjörnssonar. Einnig að auka tengsl leikskólans við samfélagið með kynningum á starfinu og sýningu á verkum barnanna öðrum til lærdóms og gleði. Auk þess að vekja áhuga á vinnu með verðlaust efni, sem skrefi í átt að sjálfbærri þróun.

Upphaflega var ætlunin að gera einn stóran skúlptúr sem staðsettur yrði á lóð skólans. Börnin settu fram hugmyndir sem listamaðurinn aðstoðaði þau síðan við að útfæra. Foreldrar aðstoðuðu við öflun efnins. Listamaðurinn var í nánu samstarfi við allt starfsfólk leikskólans og allir tóku þátt. Útkoman varð skúlptúrar af ýmsum gerðum.

Lögð var rík áhersla á að þróa og dýpka skráningar af hugmyndavinnu barnanna. Skráningarnar gáfu nýja innsýn í hugarheim barna á leikskólaaldri og öðluðust þannig nýtt gildi og nýja vídd. Með skráningum vildi starfsfólkið varpa ljósi á starfið sem unnið er með börnunum og um leið sýna afrakstur hugmynda sem nýta má í starfi annarra. Verkefnið hefur verið lærdómsríkt fyrir börnin og ekki síður starfsfólk leikskólans. Að vinna með listamanni er gefandi og nýjar hugmyndir verða til. Að sameinast í starfi og hafa eitthvað að stefna að gefur verkefnum okkar einnig aukið gildi.


 

Myndlistarkennsla í framhaldsskólum

Guðmundur Ármann, myndlistarkennari við VMA

Málstofan byggir á rannsóknarritgerð, Myndlistarmenntun og sjónmenning í framhaldsskólum- sýn nemandans.Markmiðið var að varpa ljósi á upplifun nemenda sem eru í myndlistarnámi í framhaldsskólum og veita upplýsingar um hvað þeir hafa lært og hvernig nemendur koma undirbúnir fyrir myndlistarnám úr grunnskóla. Rannsóknin beindist að sýn nemenda, í þremur íslenskum framhaldsskólum (haustið 2011) og þremur sænskum (vorið 2011). Rannsóknarspurningin var: Hver er upplifun nemenda af námi á listnámsbrautum framhaldsskóla og hvað hafa þeir lært? Ein megin tilgátan var að nemendur læri um sjónmenningarlegt umhverfi í samfélaginu þannig að þeir verði mynd- og menningarlæsir.

Rannsóknin vekur áhugaverðar spurningar um það hvort íslensk ungmenni séu læs á myndræn ímyndaskapandi skilaboð. Margt í niðurstöðu rannsóknarinnar bendir til þess að huga þurfi betur að því í myndlistarkennslu að gera nemendur færari í því að greina margvísleg myndræn skilaboð með gagnrýnum hætti. Myndræn skilaboð birtast ungmennum í listmyndum, myndum í almanna rými og í afþreyingarmyndum hverskonar. Í samanburði við sænska jafnaldra sína hallar á myndlæsi íslensku nemendanna.


Mist sklarunar

Slborg v/norursl 600 Akureyri, Iceland gunnarg@unak.is S. 460 8590

Fylgdu okkur ea deildu