Mannkostamenntun

Mannkostamenntun

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri er að vinna við að þýða og staðfæra efni frá The Jubilee Center við Birmingham háskóla í Bretlandi. The Jubilee Center hefur gefið út heildsætt efni í mannkostamenntun eða dygðasiðfræðikennslu fyrir elsta stig grunnskóla og fyrsta ár í framhaldsskóla. Efnið hentar einkar vel til lífsleikni- og nýnemakennslu.

Námsefnið er dygðasiðfræði eða mannkostamenntun (e. character education) og byggir á hugmyndafræði Aristótelesar um dygðir og mannkosti. Meginmarkmið með mannkostamenntun (dygðasiðfræðikennslu) er að hjálpa nemendum að átta sig á því hvernig manneskjur þeir vilja vera og að þeir geti valið réttar leiðir og viðbrögð í erfiðum aðstæðum. Leitast er eftir því að hjálpa nemendum að þróa með sér dygðir til sem leiða til betra samfélags og farsældar hvers einstaklings.

 

Nú er verið að vinna við þýðingu á efninu og setja það upp svo hægt sé að nýta í kennslu með nemendum á unglingstigi í grunnskóla og fyrsta árs nemum í framhaldsskóla.

Send verður út auglýsing þegar hægt verður að sækja um að koma á námskeið til þess að læra að vinna með efnið.