Samræðulota um starfsþróun
Fagráð um starfsþróun
Fagráð um starfsþróun kennara var skipað af mennta- og menningarmálaráðherra í byrjun árs 2013. Ráðið var skipað
á grundvelli tillagna samstarfsnefndar um símenntun kennara. Í Fagráði eiga sæti fulltrúar frá mennta- og
menningarmálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, skólastjórnendum, kennurum (leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarkennurum) og
háskólunum þremur sem standa að kennaramenntun. Hlutverk Fagráðs er að vera sameiginlegur vettvangur hagsmunaaðila sem greinir þarfir
skólasamfélagsins, miðlar upplýsingum og setur fram hugmyndir sínar um stefnu varðandi símenntun og starfsþróun kennara. Að öðru
leyti er hlutverk Fagráðs að:
- Tryggja að hagsmunaðilar hafi samráð um áherslur í starfsþróun kennarastéttarinnar.
- Vera leiðandi í umræðu um þróun og stefnumótun um símenntun og starfsþróun og setja fram stefnu sína og hugmyndir að
nýjum áherslum og leiðum.
- Leita upplýsinga um helstu strauma og stefnur varðandi þessi mál sem víðast og miðlar upplýsingum um það til
skólasamfélagsins til dæmis á ráðstefnum, fræðslufundum og málþingum.
- Afla upplýsinga um þörf fyrir símenntun til dæmis með samræðu hagsmunaaðila og miðlar framboði á símenntun og
starfsþróun kennara á upplýsingaveitu.
Í ljósi þess hlutverks Fagráðs að vera leiðandi í umræðu um þróun og stefnumótun um starfsþróun og að
leita upplýsinga um helstu strauma og stefnur um viðfangsefnið efnir fagráð til samræðu meðal þátttakenda á ráðstefnunni
Það verður hverjum að list sem hann leikur: Lifandi starfsþróun - árangursríkt skólastarf. Væntir Fagráð þess
að afraksturinn nýtist til stefnumótunar og aukinnar þekkingar.
Umræðuefni, umræðustjórn og stofuskipan
Skóli sem lærdómssamfélag:
Með hvaða hætti getur hugmyndafræðin um lærdómssamfélag stuðlað að starfsþróun
kennara?
Gunnar Gíslason, fræðslustjóri (stofa N102).
Menning breytingarstarfs:
Hvernig menning stuðlar að árangursríku breytingastarfi og starfsþróun kennari? Hvernig má hlúa
að slíkri menningu?
Svanhildur Ólafsdóttir formaður skólastjórafélags Íslands (stofa M201).
Heildarsýn í starfsþróun:
Hver á að hafa forystu um uppbyggingu heiltækrar sýnar í starfsþróun kennari og til hvers þarf
hún að taka?
Ingibjörg Kristleifsdóttir (stofa M202).
Hlutverk háskóla í starfsþróun kennara:
Hvert ætti forystuhlutverk háskóla að vera í starfsþróun kennara og hvernig má efla
starfsþróun kennaramenntenda?
Sigurður Kristinsson prófessor (stofa M203).
Hverjir mennta kennara?
Hverjir eru kennaramenntendur (teacher educator) og hvernig sjáum við mismunandi hlutverk
þeirra? – Sigurjón Mýrdal deildarstjóri (L101).
Hlutverk starfandi kennara í starfsþróun:
Hvernig getur vettvangsnám og æfingakennsla orðið liður í starfsþróun kennara?
Guðmundur Engilbertsson lektor (L102).
Hlutverk og ábyrgð stjórnenda í starfsþróun:
Hvert er hlutverk og ábyrgð stjórnenda í starfsþróun kennara?
Ársæll Guðmundsson skólameistari (stofa L201).