Flýtilyklar
Samskipti stúlkna - leið til lausna
Námskeið
Sérfræðingur:
Sigríður Ingadóttir, sigriduri@unak.is , 460 8591
Markhópur:
Grunnskólakennarar á mið- og unglingastigi og námsráðgjafar
Umfang:
- 1 ½ dagur
- Námskeið einn heilan dag og ½ dagur ca. 3 mánuðum seinna
- Haust og vor
- 2017-2018
Lýsing:
Samskipti stúlkna- leið til lausna er samræðu- og samskiptaverkefni ætlað stelpum á mið- unglingastigi grunnskóla (5.-10. bekk). Það er bæði hugsað sem fyrirbyggjandi og einnig til þess að vinna úr samskiptavanda sem er til staðar. Verkefnið samanstendur af 10 spjallfundum og er hvert spjall 40 mínútna langt.
Markmið:
Þátttakendur:
Öðlast þekkingu á fræðilegum grunni efnisins.
Leikni til þess að halda leiða samræðu- og samskiptafundi með stúlknahópum.
Félagsleg færni stúlknanna er efld með samskiptavinnu og þær fá tækifæri til að ræða saman um þau félaglegu skilaboð sem ætluð eru ungum konum/stelpum í dag, um mikilvægi félagstengsla, sjálfvirðingar og félagslegrar samkenndar. Stúlkurnar fá þjálfun í að hugsa á gagnrýninn hátt um samskipti sín, hvernig þær tengjast hver öðrum og þeim er gefið tækifæri til að tala um reynslu sína um leið og þær læra að takast á við árekstra og samkeppni við jafningjana.
Umsagnir „viðskiptavina“:
„Gott að fá verkfæri í hendurnar“
„Vekur okkur til umhugsunar um samskiptin. Frábær verkfæri“
„Praktískt“
„Fínt námskeið“
„Hagnýtt“
Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Ingadóttir, sigriduri@unak.is, 460 8591