Samskipti stúlkna - leið til lausna

Samskipti stúlkna - leið til lausna

Námskeiðið, Samskipti stúlkna- leið til lausna, hefur svarað eftirspurn kennara, náms- og starfsráðgjafa og félagsráðgjafa um hagnýtt og árangursríkt verkefni sem hægt er að vinna með stúlkur í 5.-10. bekk til að þess að stuðla að jákvæðum samskiptum í stúlknahópum. Markmið verkefnisins er að:

  • Að hjálpa stúlkum að bæta samskiptin sín á milli.
  • Að vinna með óæskilega hegðun og samskipti stúlkna.
  • Að efla félagslega færni stúlknanna í samskiptum innbyrðis með því að vinna með æskilega og óæskilega hegðun.
  • Að gefa stúlkum tækifæri til að ræða saman um þau félaglegu skilaboð sem ætluð eru ungum stúlkum í dag, mikilvægi félagstengsla, sjálfvirðingar og félagslegrar samkenndar.
  • Að stúlkurnar fá þjálfun í að hugsa á gagnrýninn hátt um samskipti sín, hvernig þær tengjast hver annarri og þeim er gefið tækifæri til að tala um reynslu sína um leið og þær læra að takast á við árekstra og samkeppni við jafningjana.

 

Samskipti stúlkna - leið til lausna

Markhópur: 
Grunnskólakennarar á mið- og unglingastigi og náms- og starfsráðgjafar

Lýsing:
Samskipti stúlkna- leið til lausna er samræðu- og samskiptaverkefni ætlað stelpum á mið- unglingastigi grunnskóla (5.-10. bekk). Það er bæði hugsað sem fyrirbyggjandi og einnig til þess að vinna úr samskiptavanda sem er til staðar. Verkefnið samanstendur af 10 spjallfundum og er hvert spjall 40-60 mínútna langt.

Markmið:
Þátttakendur:
Öðlast þekkingu á fræðilegum grunni efnisins.
Leikni til þess að halda leiða samræðu- og samskiptafundi með stúlknahópum.

Félagsleg færni stúlknanna er efld með samskiptavinnu og þær fá tækifæri til að ræða saman um þau félaglegu skilaboð sem ætluð eru ungum konum/stelpum í dag, um mikilvægi félagstengsla, sjálfvirðingar og félagslegrar samkenndar. Stúlkurnar fá þjálfun í að hugsa á gagnrýninn hátt um samskipti sín, hvernig þær tengjast hver öðrum og þeim er gefið tækifæri til að tala um reynslu sína um leið og þær læra að takast á við árekstra og samkeppni við jafningjana.

Námskeið á staðnum

Fyrri hluti námskeiðsins:

Þátttakendur og námskeiðshaldari hittast í eigin skinni. Á þessum fyrri námskeiðsdegi fer námskeiðshaldari yfir hugmyndafræðina og leggur inn efnið með þátttakendum. Námskeiðið er frá kl. 10.00 - 16.00.

Á milli námskeiðsdaga:
Þátttakendur vinna með verkfæri námskeiðsins (10 umræðufundir) hver í sínum skóla eftir fyrri hluta námskeiðsins. Notast verður við Padlet vegg námskeiðsins þar sem þátttakendur geta deilt hugmyndum og reynslu. Notast verður við zoom fyrir ráðgjafafund eftir að þátttakendur er búnir að halda 3-4 fundi með nemendahópum. Ráðgjafarfundurinn er í rauntíma á zoom og er maður á mann.

Seinni hluti námskeiðsins:
Á seinni hlutanum hittast þátttakendur og námskeiðshaldari í eigin skinni og klára seinni hluta námskeiðsins. 
Dag- og tímasetning á seinni námskeiðsdegi er ca. 3-4 mánuðum eftir fyrri námskeiðsdag er ákveðin af þátttakendum á fyrri námskeiðsdegi. Seinni hluti námskeiðsins er 3 tímar.

 

Námskeið á vef

Fyrri hluti námskeiðsins:
Námskeiðið er á sveigjanlegu formi sem þýðir að þátttakendur fá aðgang að kennsluumhverfinu canvas þar sem námskeiðið er hýst. Þar hafa þátttakendur viku til þess að hlusta á fyrirlestra námskeiðsins og unnið verkefnin, þeir geta hlustað á fyrirlestrana/unnið verkefnin þegar þeim hentar í þessa einu viku.
Að viku liðinni þá hittast þátttakendur í rauntíma á zoom fundi (kl. 14.00-16.00) með ráðgjafa þar sem farið verður yfir umræðufundina sem þátttakendur nýta síðan með nemendahópum.

Milli námskeiðsdaga:
Þátttakendur vinna með verkfæri námskeiðsins (10 umræðufundir) hver í sínum skóla eftir fyrri hluta námskeiðsins.
Notast verður við zoom fyrir ráðgjafafund eftir að þátttakendur er búnir að halda 3-4 fundi með nemendahópum. Ráðgjafarfundurinn er í rauntíma og er maður á mann.

Seinni hluti námskeiðsins:
Seinni námskeiðsdagur er eins uppbyggður og fyrri námskeiðsdagur, þ.e. þátttakendur hlusta á fyrirlestra á canvas og þeir hafa viku til þess að hlusta á fyrirlestrana.
Að viku lokinni þá hittast þátttakendur ásamt ráðgjafa MSHA í rauntíma á zoom (kl. 14.00-16.00). 

Umsagnir „viðskiptavina“:
„Gott að fá verkfæri í hendurnar“
„Vekur okkur til umhugsunar um samskiptin. Frábær verkfæri“
„Praktískt“
„Fínt námskeið“
„Hagnýtt“

Nánari upplýsingar veitir:  
Sigríður Ingadóttir, sigriduri@unak.is, 460 8591