Samskipti stúlkna - leið til lausna

Samskipti stúlkna - leið til lausna

Námskeiðið, Samskipti stúlkna- leið til lausna, hefur svarað eftirspurn kennara, náms- og starfsráðgjafa og félagsráðgjafa um hagnýtt og árangursríkt verkefni sem hægt er að vinna með stúlkur í 6.-9. bekk til að þess að stuðla að jákvæðum samskiptum í stúlknahópum. Markmið verkefnisins er að:

  • Að hjálpa stúlkum að bæta samskiptin sín á milli.
  • Að vinna með óæskilega hegðun og samskipti stúlkna.
  • Að efla félagslega færni stúlknanna í samskiptum innbyrðis með því að vinna með æskilega og óæskilega hegðun.
  • Að gefa stúlkum tækifæri til að ræða saman um þau félaglegu skilaboð sem ætluð eru ungum stúlkum í dag, mikilvægi félagstengsla, sjálfvirðingar og félagslegrar samkenndar.
  • Að stúlkurnar fá þjálfun í að hugsa á gagnrýninn hátt um samskipti sín, hvernig þær tengjast hver annarri og þeim er gefið tækifæri til að tala um reynslu sína um leið og þær læra að takast á við árekstra og samkeppni við jafningjana.

 Samskipti stúlkna - leið til lausna

Markhópur: 
Grunnskólakennarar á mið- og unglingastigi og námsráðgjafar

Umfang:
1 ½ dagur
Námskeið einn heilan dag og ½ dagur ca. 3 mánuðum seinna

Lýsing:
Samskipti stúlkna- leið til lausna er samræðu- og samskiptaverkefni ætlað stelpum á mið- unglingastigi grunnskóla (5.-10. bekk). Það er bæði hugsað sem fyrirbyggjandi og einnig til þess að vinna úr samskiptavanda sem er til staðar. Verkefnið samanstendur af 10 spjallfundum og er hvert spjall 40-60 mínútna langt.

Markmið:
Þátttakendur:
Öðlast þekkingu á fræðilegum grunni efnisins.
Leikni til þess að halda leiða samræðu- og samskiptafundi með stúlknahópum.

Félagsleg færni stúlknanna er efld með samskiptavinnu og þær fá tækifæri til að ræða saman um þau félaglegu skilaboð sem ætluð eru ungum konum/stelpum í dag, um mikilvægi félagstengsla, sjálfvirðingar og félagslegrar samkenndar. Stúlkurnar fá þjálfun í að hugsa á gagnrýninn hátt um samskipti sín, hvernig þær tengjast hver öðrum og þeim er gefið tækifæri til að tala um reynslu sína um leið og þær læra að takast á við árekstra og samkeppni við jafningjana.

Fyrirkomulag:
Námskeiðið er í boði fyrir allt landið. Stund og staður fer eftir atvikum.

Umsagnir „viðskiptavina“:
„Gott að fá verkfæri í hendurnar“
„Vekur okkur til umhugsunar um samskiptin. Frábær verkfæri“
„Praktískt“
„Fínt námskeið“
„Hagnýtt“

Nánari upplýsingar veitir:  
Sigríður Ingadóttir, sigriduri@unak.is, 460 8591