Valmynd Leit

Teymisvinna sem grunneining í lćrdómssamfélagi

Umsjón: Sólveig Zophoníasdóttir

TEYMISVINNA SEM GRUNNEINING Í LĆRDÓMSSAMFÉLAGI

Skólastarf er síbreytilegt og lifandi ţar sem mismunandi ytri og innri ţćttir hafa áhrif á nám og starf starfsmanna og nemenda og ţróun skóla sem stofnana. Árangursrík og fagleg starfsţróun byggist á styđjandi, gagnrýnu og uppbyggjandi hugarfari og vinnubrögđum í starfinu sjálfu og sem hluti af ţví međ áherslu á almenna virka ţátttöku og forystuhćfni. Menning sem styđur viđ slíka starfshćtti og viđheldur ţeim getur rúmast innan ţess sem kalla má lćrdómssamfélag (e. professional learning community).

Ef nám er lykilhugtak í skólastarfi mćtti líta á lćrdómssamfélag  sem yfirhugtak eđa umgjörđ til ađ efla nám í skólanum. Til stađar er lćrdómssamfélag ţegar samhugur er innan stofnunar eđa skóla um ţađ ađ byggja stöđugt upp nýja ţekkingu og nýta hana á vettvangi. Ţar vinnur fólk náiđ saman út frá mótađri námssýn sem allir skilja á sama hátt. Allt starfsfólk hefur miklar vćntingar til nemenda og ber sameiginlega ábyrgđ á námi ţeirra en einnig hvađ á annars námi. Ţađ rannsakar starf sitt og ígrundar ţađ í ţeim tilgangi ađ efla ţađ og stuđla ađ auknum námsárangri hjá nemendum. Faglegt samstarf sem leiđ til starfsţróunar er eitt megineinkenni lćrdómssamfélags. Markmiđastýrđ teymisvinna ţar sem ţátttakendur taka ađ sér forystu, mismunandi hlutverk og ábyrgđ getur veriđ vettvangur og verkfćri fyrir faglegt samstarf, starfseflingu og framţróun í skólastarfi. Teymisvinnu má stigskipta eftir ţví hvađ einkennir starf hennar. Efsta stig teymisvinnu og ţađ árangursríkasta er ţađ sem kalla má lćrdómsteymi.

Á námskeiđinu verđur fjallađ um áherslur og vinnubrögđ í teymum og hin mismunandi stig. Hvađ ţarf ađ vera til stađar í teymisvinnu og hvernig má hlúa ađ henni? Mynduđ verđur verkefnisstjórn međ teymisstjórum allra teyma og stjórnendum. Stutt verđur sérstaklega viđ verkefnisstjórnina á reglulegum fundum ţar sem fariđ er yfir stöđuna úr frá framkvćmdaáćtlun og leitađ leiđa til ađ fyrirbyggja og leysa ágreining og leita lausna.

Vinnan hefst međ heils dags frćđslu og vinnudegi ađ hausti ţar sem gerđ eru drög ađ framkvćmdaáćtlun og markmiđ og skipulag teymisvinnunnar rćdd og skráđ. Í kjölfariđ eru fjórir eftirfylgnifundir međ verkefnisstjórn (tveir á hvorri önn), tölvupóstsamskipti viđ ráđgjafa ţess á milli og lokafundur ađ vori. Í janúar er gert ráđ fyrir hálfum frćđslu- og vinnudegi.

Lögđ er áhersla á vinnubrögđ starfendarannsókna til ađ fylgja vinnunni eftir.


Miđstöđ skólaţróunar

Sólborg v/norđurslóđ              600 Akureyri, Iceland              laufey@unak.is              S. 460 8590 

Fylgdu okkur eđa deildu