Tryggvi Thayer 2016

Snjallari saman - aðalfyrirlesari


Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri Menntamiðju Menntavísindasviðs HÍ

Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara: Hvað þurfa kennarar að kunna og hvernig læra þeir það?

 Í erindinu er fjallað um áhrif sífellt örari tækniþróunar á skólastarf og hvernig kennarar tileinkar sér nýja tækni til notkunar í námi og kennslu. Lýst er hvernig reaktív og próaktív sýn á tengsl tækni og skólastarfs mótar afstöðu til tækni. Þá verða reifaðar kenningar um hlutvirkja (e. affordances) upplýsingatækni í skólastarfi og þá sérstaklega í tengslum við tækni framtíðarinnar. Þessar hugmyndir eru settar í samhengi við starfsþróunarþarfir kennara og kosti samfélagsmiðla í því sambandi og, að lokum, fjallað um reynslu af Samspili 2015, UT-átaki Menntamiðju og UT-torgs.

Tryggvi Thayer er framtíðarfræðingur, doktorskandídat í samanburðarmenntunarfræðum við Háskólann í Minnesóta og starfar sem verkefnisstjóri Menntamiðju á Menntavísindasviði HÍ. Síðastliðin 20 ár hefur hann hefur stýrt og komið að fjölda verkefna tengd menntamálum á Íslandi og erlendis. Rannsóknir hans snúast um framtíð menntunar með tilliti til tækniþróunar og þá sérstaklega hvernig framtíðarfræði nýtast í stefnumótun. Hann hefur ritað fjölda greina og skýrslna um framtíð tækni og menntunar sem hafa birst í fræðilegum ritum og á vefsíðum hans: Education4site (http://www.education4site.org) og Upplýsandi tæki (http://tryggvi.blog.is).

Glærur