Vertu næs!

Vertu næs!

Fyrirlesturinn Vertu næs! er klukkutíma langt erindi sem sérfræðingur á MSHA er með fyrir stúlkur á unglingastigi og sami fyrirlestur er fluttur fyrir foreldra í kjölfarið.

Erindið er bæði hugsað sem viðbót við Samskipti stúlkna – leið til lausna verkefnið eða sem stakur fyrirlestur fyrir stúlknahópa og foreldra þeirra, hvort sem erindið er hugsað sem forvörn eða sem innlegg í hópa þar sem vinna þarf með samskiptamynstur sem hefur komið upp í hópnum.

 
Markhópur:

Stúknahópar í 6. -10. bekk og svo í kjölfarið er sami fyrirlestur fluttur fyrir foreldra.

 
Markmið:
  • Að vekja athygli á mikilvægi góðra samskipta fyrir sig sjálfa og aðra.
  • Að vilja rækta heilbrigð samskipti.
  • Að líta í eigin barm og taka ábyrgð á sjálfum sér.

 

Fyrirkomulag fyrirlesturs:

Fyrirlesturinn er einungis fluttur fyrir stúlknahópa í þeirra skólum og í kjölfarið er sama erindi flutt fyrir foreldra þeirra.

Fyrirlesturinn tekur mið af því að það séu ekki fleiri en 30 stúlkur á hverjum fyrirlestri og kostar fyrirlesturinn 50.000 kr. Ef fengnir eru fleiri en einn fyrirlestur þá er veittur afsláttur: 10% af fyrirlestri nr. 2, 15% af fyrirlestri nr. 3 og 25% af fyrirlestri nr. 4.

Fyrirlestur fyrir foreldra í kjölfarið er á 50.000 kr. Fyrirlestur fyrir foreldra er ávallt einn sameiginlegur fyrir alla foreldra þó svo að fleiri fyrirlestrar séu fengnir fyrir stúlknahópa.

 

Erindið er flutt af fyrirlesara MSHA í skólum um land allt.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Ingadóttir, sigriduri@unak.is, 460 8591