Vísindi í námi og leik - vinnustofulota II

Vísindi í námi og leik

Vinnustofulota II 
kl. 13.35–14.35


  

Stofa
M201

Hvað er góð verkleg æfing?
Guðmundur Grétar Karlsson, framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Vinnustofa um hvaða þættir skipta máli við undirbúning, framkvæmd og eftirvinnslu verklegra æfinga í náttúrufræðigreinum. 

Netfang: gudmundurg.karlsson@fss.is


 

Stofa
L201

Spil og þrívíddarprentun með GeoGebra
Bjarnheiður Kristinsdóttir, doktorsnemi við HÍ og Diego Lieban

Í þessari vinnusmiðju verður unnið út frá þekktu borðspili sem reynir á rökhugsun. Í spilinu og verkefnum því tengdu fléttast saman rökfræði, líkindafræði og mengjafræði og að auki kemur þrívíddarprentun með GeoGebra við sögu. Við einbeitum okkur að einu ákveðnu spili í vinnusmiðjunni sem hentar nemendum allt frá 11 ára aldri en einnig verða gefnar ábendingar um fleiri spil sem hentað geta í svipaða vinnu með nemendum grunn- og framhaldsskóla.

Netfang: bjarnheidur@gmail.com


 

Stofa
L101

Stærðfræðiþrennan
Ólöf Kristín Knappett Ásgeirsdóttir, grunnskólakennari í Naustaskóla á Akureyri

Stærðfræðiþrennan skiptist í þrjú viðfangsefni:
• Sjálfstæða stærðfræði
• Stærðfræðiritun
• Félagastærðfræði.

Sjálfstæð stærðfræði og félagastærðfræði snúast um hlutbundna vinnu með hugtök og færniþætti. Vinnan fer oftast fram með spilum og þrautum, ásamt námsleikjum í spjaldtölvum. Notuð er einstaklings-, para- og hópavinna. Í stærðfræðiritun tjá nemendur sig um skilning sinn og rökhugsun. Hér er unnið með fyrirfram ákveðin hugtök og stærðfræðisögur.

Í stærðfræðiþrennunni eru þrír lykilþættir:
• Að byggja upp vinnuúthald
• Fjölbreytt val
• Sjálfstæði nemenda

Fyrstu vikur innleiðingar fara í að byggja upp vinnuúthald í sjálfstæðri stærðfræði. Þegar nemendur hafa náð nokkru úthaldi og sjálfstæði fá þeir að kynnast valþættinum sem fellst í fyrstu í því að velja á milli tveggja til þriggja viðfangsefna. Nemendur munu læra að velja viðfangsefni sem henta þeim og nýtast þeim beint í náminu. Þegar nemendur eru að vinna sjálfstætt vinnur kennarinn með litlum hópum eða einstaklingum til að auka skilning þeirra og hæfni í þeim viðfangsefnum sem þeir þurfa aukna aðstoð með. Á þennan hátt getur kennarinn betur mætt þörfum hvers og eins nemanda. Auk þess fylgja stærðfræðiþrennunni ákveðnar hegðunarvæntingar sem hjálpa nemendum að halda sig betur að verki og nýta tíma sinn vel. Að byggja upp námssamfélag er einnig mikilvægur þáttur því við erum að læra saman þó við séum að læra að vera sjálfstæð.

Netfang: okka@akmennt.is


 

Stofa
L103

 „Um rannsóknarskip og perlusykur“: Fyrirbæri sem kveikjur og viðfangsefni í kennslu

Allyson Macdonald, prófessor við Menntavisindasvið, Hí og Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá NaNO

Nýlega tók ég nærmynd af perlusykri, og ég var svo spennt yfir útkomunni að ég þurfti að sýna öllum útkomuna. Þessi mynd er bara eittt dæmi af mýmörgum þar sem einfalt fyrirbæri úr daglegu lífi okkar getur dregið auga og hug að fyrirbærum sem námskrár og námsefni í náttúrufræði mæla til um. Þessi fyrirbæri má þó nýta til að nálgast kennslu efnisatriða í náttúrufræði út frá einhverju sem nemendur sjá í umhverfi sínu dagsdaglega. Perlusykur á borði, byggingasvæði, runni með mislitum laufum, mosi á gagnstéttarhellu, stórt flutningaskip úti á sundi. Hvaða hugrenningar fara af stað? Hvernig má nýta ljósmyndir og fyrirbæri sem kveikju og útgangspunkt að umfjöllun um vísindi og náttúru?

Í vinnustofunni um „phenomena based teaching“ munu þátttakendur vinna með ljósmyndir og fyrirbæri og setja fram hugmyndir og vangaveltur sem safnað verður saman og deilt með ráðstefnugestum.