Leiðsagnarnám - lykill að árangri

Leiðsagnarnám

Í leiðsagnarnámi felst sjálfskoðun bæði kennara og nemenda og hvatning til að velta fyrir sér náms- og kennsluháttum með gagnkvæmri endurgjöf. Leiðsagnarnám eflir námsvitund nemenda og eykur skilning þeirra á því hvað og hvernig þeir læra og hvernig þeir geta hagað námi sínu til að ná sem bestum árangri. 

Leiðsagnarnám miðar að því fylgjast með og sjá stöðuna meðan á námi stendur í námsferlinu sjálfu og nota niðurstöðurnar til að gera nauðsynlegar breytingar á náms- og kennsluháttum. Námsmenning sem byggir á leiðsagnarmati þjónar áherslum aðalnámskrár, tekur til grunnþátta menntunar, lykilhæfniþátta og áhersluþátta laga.

Í gegnum tveggja ára þróunarstarfi dýpka þátttakendur þekkingu sína á námsmenningu sem einkennist af leiðsagnarnámi og auka hæfni sína við að flétta áherslum leiðsagnarnáms inn i náms-og kennsluáætlanir og samþætta daglegum viðfangsefnum.

Þróunarverkefnið samanstendur af vinnustofum, ráðgjafa-og samráðsfundum,  vettvangsheimsóknum í skóla auk þess sem gert er ráð fyrir samvinnu og samráði innan skólanna. Hver vinnustofa skiptist í fræðslu, verkefnavinnu og undirbúning fyrir vinnu á vettvangi.


Smelltu hér til að lesa meira um leiðsagnarmat með stuðningi frá msha