Mannkostamennun í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Það er mikið um að vera hjá okkur á miðstöðinni á fyrstu dögum skólaársins, við fáum tækifæri til að heimsækja fjölda skóla og hitta kennara á öllum skólastigum. Ein af þessum skemmtilegu og gefandi heimsóknum var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem við kynntum Mannkostamenntun fyrir áhugasömum framhaldsskólakennurum. Á námskeiðinu var fjallað um hugmyndafræði Mannkostamenntunar, hvernig hægt er að byggja upp traust í nemendahópnum og efla samræður.

Í mannkostamenntun er lögð áhersla á að vinna með sjálfstæða hugsun og hvernig skynsemin getur hjálpað einstaklingum að öðlast þekkingu og visku sem nýtist þeim í lífinu.Mannkostamenntun er hægt að flétta inn í allar námsgreinar í gegnum formlegt og óformlegt nám og hugmyndafræðin á svo sannarlega við á öllum skólastigum. 

Í haust bjóðum við í fyrsta skipti upp á 10 eininga ECTS nám á framhaldsstigi í mannkostamenntun og hvetjum við alla áhugasama til að kynna sér það með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

 MANNKOSTAMENNTUN - ECTS EININGA NÁM