Vorráðstefna MSHA

Sterkari saman – farsælt samstarf
heimila og skóla

Ráðstefna um menntavísindi á vegum Miðstöðvar skólaþróunar HA haldin 14. apríl 2018

Árleg vorráðstefna Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri var haldin þann
14. apríl 2018. Þema ráðstefnunnar var samstarf heimila og skóla.  
 

Samkvæmt gildandi lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla ber skólum að stuðla að samstarfi milli heimila og skóla með líðan og velferð barna og ungmenna að leiðarljósi. Samstarf heimila og skóla er útfært með ýmsum hætti á öllum skólastigum. Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á umfjöllun um það sem vel hefur gefist í samstarfinu. Ráðstefnan var ætluð skólafólki, foreldrum og öðrum þeim sem áhuga hafa á þessu mikilvæga málefni.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar:

  • Ingibjörg Auðunsdóttir, fyrrum sérfræðingur hjá MSHA
  • Hermína Gunnþórsdóttir, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri
  • Rannveig Sigurðardóttir, deildarstjóri, og María Aðalsteinsdóttir, kennari, og fulltrúar úr Oddeyrarskóla
  • Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri Heimila og skóla
Auk aðalfyrirlestra voru haldnar málstofur þar sem reifuð voru ýmis mál er lúta að því sem vel hefur gefist í samstarfi heimila og skóla.  
 
 
 
 
Nánari upplýsingar veita Laufey Petrea Magnúsdóttir, forstöðumaður MSHA, í síma 460 8590, netfang: laufey@unak.is og Sólveig Zophoníasdóttir, sérfræðingur MSHA, í síma 460 8564, netfang: sz@unak.is