Vísindi í námi og leik

Vorráðstefnan - Vísindi í námi og leik 

Laugardaginn 30. mars 2019 verður efnt til ráðstefnunnar Vísindi í námi og leik í samstarfi Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Málþings um náttúrufræðimenntun*. Á ráðstefnunni verður fjallað um nám og kennslu í náttúruvísindum, stærðfræði og tækni, þ.m.t. upplýsingatækni, í leik-, grunn- og framhaldsskólum. 

Ráðstefnan er ætluð kennurum og starfsfólki í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og sérstaklega er horft til þess að umfjöllunarefni hafi hagnýtt gildi í skólastarfi. Auk aðalfyrirlestra og pallborðsumræðna verða málstofuerindi, vinnustofur og veggspjöld þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að námi og kennslu með sérstakri áherslu á fyrrnefnd viðfangsefni.
 
Upplýsingar um ráðstefnuna má  einnig finna á Facebook-síðum MSHA og Náttúrutorgs og á Náttúrutorgi - natturutorg.is 

Skráning á ráðstefnu

Frestur til að skrá sig er til 27. mars. 
Ekki er hægt að fá endurgreitt eftir að skráningu lýkur. Menntabúðir í Hrafnagilsskóla

Í tengslum við ráðstefnuna verður boðið upp á menntabúðir í Hrafnagilsskóla Í Eyjafjarðarsveit föstudaginn 29. mars frá klukkan 15:00-16:45. Yfirskrift menntabúðanna er: Vísindi í námi og leik. Í menntabúðunum verður lögð áhersla á skapandi kennsluhætti á öllum aldursstigum frá leikskóla til grunnskóla. Ókeypis er á viðburðinn og við hvetjum alla til að mæta. 

Skráning á menntabúðir


 

Dagskrá ráðstefnunnar 

                                
9.30-10:00 Skráning og afhending gagna
10.00-10:15 Setning - Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri
10.20-11:00 Boosting mathematics teaching and learning: Development and research projects with teachers -  Dr. Lisa Björklund
11:05-12:05 Vinnustofulota I
11:05-11:35 Málstofulota I 
11.40-12:10 Málstofulota II
12:10-12:50 Matarhlé - veitingar í Miðborg fyrir ráðstefnugesti
12:50-13:30 Nám og kennsla í táknfræðilegu ljósi - Dr. Hafþór Guðjónsson
13:35-14:35 Vinnustofulota II
13:35-14:05 Málstofulota III 
14:10-14:40 Málstofulota IV
14:40-14:55 Kaffi - veitingar í Miðborg fyrir ráðstefnugesti
14:55-15:35 Pallborð - Dr. Svava Pétursdóttir, lektor við HÍ, stýrir umræðum
15:40-16:00 Ráðstefnuslit - Laufey Petrea Magnúsdóttir forstöðumaður MSHA
15:45-:16:00 Undur efnafræðinnar - sýning - Sean Michael Scully

 

Mál- og vinnustofuyfirlit

Snjallvagn MSHA verður á svæðinu


 

Gagnlegar upplýsingar

Tilboð á gistingu til ráðstefnugesta

Afþreying á Akureyri

 

Við vekjum athygli ráðstefnugesta á því að flestir eiga rétt á að sækja um endurgreiðslu á ráðstefnugjöldum og ferðakostnaði til stéttarfélaganna:

Félag leikskólakennara 
Félag grunnskólakennara
Félag framhaldskólakennara
BHM háskólakennarar


*Að baki Málþings um náttúrufræðimenntun standa ýmis félög og samtök, má þar nefna: Samlíf - samtök líffræðikennara, Félag raungreinakennara, NaNO - Náttúruvísindi á nýrri öld, GERT, RAUN – Rannsóknar-stofu um náttúrufræðimenntun, Flöt - samtök stærðfræðikennara og Félag leikskólakennara. Að auki koma Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild HA að ráðstefnunni.