Fréttir

Rannsókn á fjölbreyttum viðfangsefnum Byrjendalæsis

Byrjendalæsi í umræðunni

Athugasemdir við minnisblað Menntamálastofnunar

Innra mat á árangri Byrjendalæsis bendir til að árangur barna sem læra eftir aðferðum Byrjendalæsis, hefur verið umtalsverður. Samanburður undanfarinna ára sýnir að börn ná betri árangri í lestri og hefur gagnast börnum sem hafa átt erfitt með að læra að lesa. Minnisblað Menntamálastofnunar getur ekki talist áreiðanlegt mat á langtímaáhrifum verkefnisins fyrir námsframvindu þeirra nemenda sem tóku þátt í því við upphaf skólagöngu.

Fallið óháð Byrjendalæsi

Árangur barna í 1. og 2. bekk grunnskóla, sem læra eftir aðferðum Byrjendalæsis, hefur verið umtalsverður. Nemendur gangast undir próf þrisvar á ári og samanburður undanfarinna ára sýnir að börn ná betri árangri í lestri og að börnum sem hafa átt erfitt með að læra að lesa hefur fækkað verulega.

Endurmenntunarnámskeið 2015–2016

Miðstöð skólaþróunar HA heldur endurmenntunarnámskeið skólaárið 2015–2016 sem ætluð eru kennurum og stjórnendum.

Hugsmíðar og hæfnimiðað nám vorráðstefna

Vorráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar HA verður haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 18. apríl 2015. Að þessu sinni er ráðstefnan tileinkuð hæfnimiðuðu skólastarfi og markmiðið er að varpa ljósi á hvaða hugarfar og starfshættir í skólastarfi stuðla að hæfni nemenda.

Frábært að hlusta á allt þetta fólk og fá nýjar hugmyndir!

Um helgina fór fram á vegum miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri námstefna um Byrjendalæsi og ráðstefnan Læsi til samskipta og náms. Yfir 300 áhugasamir og ánægðir kennarar tóku þátt í ráðstefnuhaldinu og var þeim boðið upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá.

Mikill áhugi er á læsisráðstefnu MSHA

Um næstu helgi verður haldin ráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri. Ráðstefnan er að þessu sinni tileinkuð læsi og samskiptum til náms og hafa um 300 manns hafa skráð sig til þátttöku.

Yfir 1000 kennarar taka þátt í verkefnum msHA

Miðstöð skólaþróunar HA er þessa dagana ásamt kennurum víða um land að búa sig undir skólastarfið í vetur. Þetta haustið taka rúmlega 700 kennarar þátt í starfsþróunarverkefnum á vegum miðstöðvarinnar.

Opinn fyrirlestur um lestrarnám og læsi

„We were never born to read: The Story and Science of the Reading Brain“ Bandarískur sérfræðingur um taugafræðilegar forsendur lesturs, dr. Maryanne Wolf, prófessor við Tufts University í Boston og forstöðumaður lestrar- og tungumálarannsóknarstöðvar innan sama háskóla, flytur opinn fyrirlestur í Norðurljósasal Hörpu 27. ágúst 2014 kl. 13–17.